Skátinn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skátinn - 01.04.1935, Qupperneq 3

Skátinn - 01.04.1935, Qupperneq 3
S K Á T I N N 3 „......Þið getið ekki ímyndð ykkur yndis- leik lians. Hann hefir eitthvað undarlega heill- andi við sig — málið, hreyfingarnar, brosið, allt er þetta dásamlegt. Manni dettur ósjálf- rátt i liug, hvort þessi maður hafi nokkurn tima hugsað ljóta hugsun, hvort ást hans til mann- anna geti verið svo mikil, að ekkert annað komist þar að. — Þegar við komum að Pax Hili, heimili Haden- Powells, tók frúin á móti okkur. Og það fyrsta, sem hún sagði við mig var: „Now you want to see him!“ — ,,.íes“, svaraði ég og brosti því að það var einmitt min heitasta ósk. Við gengum i gegnum nokkrar snyrtilegar stofur og að lokum komum við i litið her- hergi, þar sem Baden-Powell sat við skrifborð sitt. „Er þetta ekki dásamlegt?“ spurði frúin mig, á meðan við stóðum og liorfðum á liann skrifa. Jú, það var dásamleg sjón, og rétt í þessu snéri Iiann sér að mér og brosti góðlát- lega út undir eyrun, rétt eins og ég væri gamall góðkunningi Iians — og þó vissi hann ekkert annað um mig, en að ég væri danskur skáti! En líklega eru allir skátar gamlir góðkunn- ingjar hans. Við röbbuðum saman um stund, en því mest sýndi hann mér litla einkaherbergið sitt. í því eru livorki meira né minna en þrjú vinnuborð: Skrifborð, borð, sem liann notar til að teikna og mála við og borð, sem hann geymir fiski og ferðaáhöld sin í. í næsta herbergi er svo voldugur arinn, og við hlið hans er rúm fyrir heihniklar brennibirgðir. Fyrirmyndin er norsk, og þau, Baden-Powell og frú, héldu víst, að við Danir hefðum allt eins og Norðmenn. Allt húsið er fullt af útlendum munum, sem hann liefir haft með heim úr hinum mörgu ferðum sinum. Frú Baden-Powell sagði mér, að fvrir skömmu hefði verið einhverskonar fundur í London, og hefði þeim verið boðið. Og þá liafi komið til þeirra tartarakona — þau þekktu liana ekki minnstu vitund — og sagt við Baden-Powell: „Þér getið ekki gert yður í hugarlund, hve margir menn eru yður þakklátir“. Og er hún hafði þetta mælt, hafi hún horfið eins og vind- urinn, sem enginn veit hvaðan kemur eða livert fer. — Ég sá lika svefnherhergið hans. Það eru litl- ar svalir með tjöldum, sem skýla aðeins fyrir roki og regni. Og eina húsgagnið er smábeddi. En þaðan sér hann út yfir garðinn út á landið, landið, sem hann hefir gert svo margt fyrir. Þarna, næstum því undir berum liimni, sefur hann allan ársins hring. Þegar við ókum burt frá Pax Hill, var mér líkt innanbrjósts og manni, sem orðið liefir fyrir mikilli hamingju. Því að það er mikill munur á þvi, að heyra eða lesa um mann og að tala við hann og finna hlýtt handtak lians. Og enn endurróma siðustu orðin, sem hann sagði við mig i liuga minum: „The ideal of Boy Seouts is unity; to break down in the coming generations prevailing differences between classes, creeds and countries, and to bring about in their place peace and goodwill“. [„Hugsjónir skáta er sameining; að eyða hjá liinum komandi kynslóðum rikjandi stétta, trúar og þjóðahatri, en koma i þess stað inn hjá þeim friði og velvilja"]. Á. L. Flokkakerfið. Forspjall. Arið 1927 gáfu Iv. F. U. M. skátar í Danmörku út bók er þeir nefndu „Patrule system", og var hún eins og nafnið hendi rtil, lýsing á og ráð- leggingar viðvíkjandi hinu svonefnda Flokka- kerfi Baden-Powells. Bókin er samin af þeim Chr. Halt og Gunnar Ipsen, sem studdust að miklu leyti við áður útkomna bók eftir Roland E. Philipps: „The Patrol System“. Síðan bókin kom út á dönsku eru nú liðin full 8 ár. í þessi sjö ár hefir oft komið til orða að þýða hana á islenzku, en aldrei orðið af því fyr en nú, að undirritaður hefir tekið að sér þýðinguna fj'rir „Skátann“. Höfum við liugsað okkur, að í hverju blaði skuli koma einn til tveir kaflar úr bókinni, en það spillir engu, þar sem liver kafli má teljast vera fullkomin heild. Um þýðinguna er það eitt að segja, að ekki er ætlast til að hún sé mjög nákvæm, en þó mun ég reyna að halda orðalagi dönsku útgáf- unnar, þar sem því verður við komið. Suma kaflana mun að einhverju leyti þurfa að semja að nýju, vegna breyttra staðhátta, og sumum Framhald i næsta blaffi.

x

Skátinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátinn
https://timarit.is/publication/918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.