Skátinn


Skátinn - 01.06.1935, Blaðsíða 1

Skátinn - 01.06.1935, Blaðsíða 1
\L árg. — 2. tbl. — júní 1935 Sfcáíinn ÚTGEFANDI: SKÁTAFÉLAGIÐ »ERNIR« Ábyrgðarmenn: Haraldur Sigurfisson og Axel Sveins — Herbertsprent prentafii Bandalag íslenzkra skáta 10 ára. Fyrir 10 árum síðan, 6. júní 1925, var Banda- lag ísl. skáta stofnað. Þeir tveir menn, sem aðallega beittu sér fyrir stofnun bandalags milli allra skátaféléaga á landinu, voru þeir Henrik Thorarensen og Ársæll beitinn Gunn- arsson. Þriðji maðurinn, sem að stofnuninni stóð, var A. V. Tulinius skátahöfðingi. Fyrsti fundur þess var haldinn á beiniili skátahöfðingjans, einsog svo ótal margir aðrir, sem áhrifaríkastir hafa orðið fyrir vöxt og viðgang skátahreyfingarinnar á íslandi. Þessir þrír menn skipuðu fyrstu stjórn B. í. S. og fór þar sem máltækið segir: „að lengi býr að fyrstu gerð", þvi það. sem þeir bafa gert hefur reynst ómetanlegt fyrir félagsskapinn. Að vísu naut Arsæls ekki svo lengi við sem skyldi, en í hans sæti kom sá maður, sem vísaslur var til þess að halda áfram starfi bans, félags- skapnum til heilla. Þessi maður var Sigurður Agústsson. M&rgir góðir skátar hafa unnið bæði mikið og gott starf fyrir B. 1. S. síðan það var stofn- að. Meðal þeirra má nefna þá Carl H. Sveins, sem var innanlandsritari í mörg ár, Þórarinn Björnsson, sein verið befur gjaldkeri banda- lagsins i mörg ár. Jón Oddgeir Jónsson kom í stjórnina skömmu eftir stofnun bandalagsins, og litlu síðar Henrik W. Ágústsson. Báðir þessir menn hafa unnið mikið og gott starf í þágu B. í. S. Axel V. Tulinius, sjötugur. í dag. (5. júni, er Axel Tulinius skátahöfð- ingi sjötíu ára að aldri. í dag berast honum hamingjuóskir frá ættingjum og vinum bæði hér á landi og erlendis. I dag færa skátarnir honum þakkir sínar fyrir það mikla og merki- lega starf, sem hann hefur unnið í þágu skáta- hreyfingarinnar og þá um leið í þágu æsku- lýðsins i landinu og þjóðarinnar í heild. Það var hann, sem stofnaði fyrstu skátafélögin á íslandi og stjórnaði þeim. Hann var einn af stofnendum B. I. S. og formaður þess nær óslitið síðan. Hann var kosinn skátahöfðingi 17. júní 1927.

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.