Skátinn


Skátinn - 01.06.1935, Blaðsíða 1

Skátinn - 01.06.1935, Blaðsíða 1
\I. árg. — 2. tbl. — júní 1935 Skáíinn ÚTGEFANDI: SKÁTAFÉLAGIÐ »ERNIR« Ábyrgðarmenn: Haraldur Sigurðsson og Axel Sveins — Herbertsprent prentaöi Axel V. Tulinius, sjötugur. 1 dag. (5. júní, er Axel Tulinius skátaliöfð- ingi sjötíu ára að aldri. í dag berast honum hamingjuóskir frá ættingjum og vinum hæði hér á landi og erlendis. I dag færa skátarnir honum þakkir sínar fyrir það mikla og merki- lega starf, sem liann hefur unnið í þágu skáta- hreyfingarinnar og þá um leið í þágu æsku- lýðsins í landinu og þjóðarinnar í heild. Það var hann, sem stofnaði fyrstu skátafélögin á Islandi og stjórnaði þeim. Hann var einn af stofnendum B. í. S. og formaður þess nær óslitið síðan. Hann var kosinn skátahöfðingi 17. júní 1927. Bandalag íslenzkra skáta 10 ára. Fyrir 10 árum siðan, 6. júní 1925, var Banda- lag ísl. skáta stofnað. Þeir tveir menn, sem aðallega beitlu sér fyrir stofnun handalags milli allra skátaféléaga á landinu, voru þeir Henrik Thorarensen og Ársæll heitinn Gunn- arsson. Þriðji maðurinn, sem að stófnuninni stóð, var A. V. Tulinius skátahöfðingi. Fyrsti fundur þess var haldinn á heimili skátahöfðingjans, einsog svo ótal margir aðrir, sem áhrifaríkaslir hafa orðið fyrir vöxt og viðgang skátahreyfingarinnar á Islandi. Þessir þrír menn skipuðu fyrstu stjórn B. í. S. og fór þar sem máltækið segir: „að lengi hýr að fyrstu gex-ð“, því það. sem þeir hafa gert hefur reynst ómetanlegt fyrir félagsskapinn. Að visu naut Ársæls ekki svo lengi við sem skyldi, en í hans sæti kom sá maður, sem vísastur var lil þess að halda áfram starfi lians, félags- skapnum til heilla. Þessi maður var Sigurður Agústsson. Margir góðir skátar hafa unnið bæði mikið og gott starf fyrir B. í. S. siðan það var stofn- að. Meðal þeirra má nefna þá Carl H. Sveins, sem var innanlandsritari í mörg ár, Þórarinn Björnsson, sem verið hefur gjaldkeri banda- lagsins í mörg ár. Jón Oddgeir Jónsson kom í stjórnina skömmu eftir stofnun bandalagsins, og litlu síðar Henrik W. Ágústsson. Báðir þessir menn liafa unnið mikið og gott starf í þágu B. í. S.

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.