Skátinn


Skátinn - 01.07.1935, Blaðsíða 1

Skátinn - 01.07.1935, Blaðsíða 1
,iq*iBvbn ¦rno BÍrníi V. árg; — 3. tbl. — júlí 1935 ÚTGEFANDI: SKÁTAFÉLAGIÐ »ERNIR« Ábyrgðarmenn: Haraldur Sigurðsson og Axel Sveins — Herbertsprent prentaði. Landsmót skáta á Akureyri. 1 sumar var haldið landsmót skáta að Ak- ureyri. Þetta mun vera í fjórða sinn, sem slikt mót er haldið. Árið 1925 var fyrsta mótið haldið i Þrastarskógi, annað í Laugadal árið 1928, þriðja að Þingvöllum árið 1930, og loks í fjórða sinn nú í sumar að Akureyri. Þáttak- endur voru um 75, frá 5 félögum. Héðan úr Reykjavík voru 35 þátttakendur úr félögun- um „Ernir" og „Væringjar". „Skátinn" hefur snúið sér til Þór. Björns- sonar, sem var í fararstjórn Reykjavíkurskát- anna og foringi „Arna" og beðið hann um upp- lýsingar um mótið. Þórarni sagðist svo frá: Við fórum héðaii úr Reykjavík um kl. 3 föstudaginn 21. júní i tveimur stórum bílum. Um kl. 1 e. m. var tjaldað i túninu í Grænu- mýrartungu. Næsta morgun, að loknum morg- unverði var haldið af stað með litlum töfum að Akureyri. Þangað komum við kl. 10 e. m. á laugardag. Við fórum úr bílunum skamt fyr- ir utan bæinn og gengum undir fána niður á Ráðhústorg. Þar tóku „Fálkarnir" á móti okk- ur. Eftir að hafa heilsað Akureyrarskátum var haldið að tjaldstað, sem hafði verið ákveðinn á Gleráreyrum. Tjaldstaðurinn liggur vel við en jarðvegurinn er harður og örðugt að koma fyrir tjaldhælum. Eftir að hafa kynnt okkur dagskrá mótsins, var gengið til svefns, því næsta morgun skyldi haldið að Goðafossi og í Vaglaskóg. Aður en lagt var af stað næsta morgun, fórum við í bað i hinni nýju sund- laug á Akureyri. Að því Ioknu mættusl allir skátarnir á Ráðhústorginu og stigu í kassabíla þá, sem fengnir höfðu verið til fararinnar. „Fálkarnir" skiptu mönnum mjög sniðuglega niður í bilana, þannig að ámótamargt var af Sunnlendingum og Norðlendingum í hverjuiii bíl. Reyndist þetta hið mesta snjallræði, því um leið og farið var af stað voru allir orðnir mestu mátar, eins og skátum sæmir, því, „Menn kynnast fljótt i kassabil", segir eitt okkar nýjasta máltæki. Við komuin að Goða- fossi snæddum þar mjólk og brauð, og var mikið borðað, enda voru margir munnarnir. I Vaglaskógi var staðið við um klukkustund, og þegar komið var að bilunum aftur, voru margir til í að dvelja þar eins lengi og fríið leyfði. Um kvöldið var skemmtun í Good- templarahúsinu til ágóða f^'rir mótið. Skemmt- unin fór vel fram og var skátunum til sóma. Næsta morgun var tjaldbúðin flutt út í Svarf- aðardal. Þann dag hafði verið ákveðið að fara til Dalvíkur og skemmta bæjarbúum, en sök- um rigningar varð ekki úr því, en skemmt sér heima i stóra tjaldinu i staðinn. Að morgni næsta dags skein sól i heiði og var þá haldið til Dalvíkur, sem er um klukkustundargang- ur. Að af loknum miðdegisverði þann sama dag var haldið til Akureyrar og var þar litil við- staða því B. S. A. hafði boðið okkur í bilferð að Grund. Þaðan komum við um kl. 10, en um II leytið var haldið að Fálkafelli — bústað

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.