Skátinn


Skátinn - 01.07.1935, Blaðsíða 2

Skátinn - 01.07.1935, Blaðsíða 2
2 S K Á T I N N „Fálka“ og Skíðastöðum, sem er skíðaskáli nokkurra áhugamanna á Akureyri. Næsta morgun gengu flestir á Súlur, sem eru um 1100 metrar á hæð. Til Akureyrar komum við klukk an að ganga 6 um kvöldið. Nokkrir skátar liöfðu farið á undan og reist tjöldin á flötun- um við sundlaugina. Um kvöldið var varðeldur á Gleráreyrum. Næsti dagur, sem var fimmtu- dagur var algerlega frjáls, en um kvöldið var samsæti að Hótel Akureyri og tóku þátt í þvi um 100 skátar. Samsæti þetta var með þeim allra fjörugustu og skemmtilegustu samkom- um, sem ég hefi verið í. Um kl. 4 e. m. var svo haldið heim á leið, og komið til Reykjavíkur uin miðnætti á sunnudagsnótt. Allir þeir, sem í förinni voru láta hið hezta af henni, enda eiga Akureyrarskátarnir og almenningur þar nyrðra okkar beztu þakkir fyrir frábæra gest- risni og vinsamlegt viðmót. „Að síðustu vildi ég mega óska þess,“ sagði Þórarinn „að við fengjum tækifæri til að endurgjalda skátunum á Norðurlandi þessa ógleymanlegu daga með öðru landsmóti á Suðurlaudi í náinniframtið“. Viðtal við G. Óf. Oss dettur í hug að ná tali af G. Óf., og leita lijá honum frétta af útilegustarfsemi „Arna“. Og til þess að tef ja sem minnst timann, göngum vér niður á „rúnt“, þar sem vér liitt- um G. Óf., nærri strax. „Nei, sælir“, segjum vér og látumst verða liissa á að sjá hann á þessum óvirðulega stað. „Máske þér getið frætt oss eitthvað um úti- legur „Arna“ i sumar?“ „Eflaust", svarar G. Óf„ og ræskir sig for- ingjalega. Og svo byrjar hann á sögunni af því, þegar hann féll endilangur niður í graut- arpottinn í Akranesútilegunni forðum. Og þegar hann segir oss, að þann graut hafi Einar eldað, minnumst vér þess saltlausa, er vér þá fengum í morgunmat, og segjum glottandi: „Nú, svo að þess vegna hefir þetta bann- setta óhragð verið af honum. En er jiessi Einar annars ekki mesti klaufi í matartilbún- ingi ?“ G. Óf„ svarar með mæðulegu andvarpi, svo að vér þorum ekki öðru en að snúa um- talsefninu í flýti inn á aðrar hrautir. „Máske munið þér eftir fleiri útilegum i vor?“ „Heldur er nú lítið um það“, svarar G. Óf„ en hætir svo brosandi við: „En þó man ég eftir pylsuútilegunni í Kaldárseli!“ „Ha, hvernig var hún?“ spyrjum vér spennt- ir, en G. Óf„ svarar með þvi að grípa i hönd vora og segja: „Eg þarf endilega að ná í hann Einar þarna. Þú afsakar auðvitað!“ En vér stöndum einir eftir og vitum ekki vort rjúkandi ráð, því að G. Óf„ og Einar leiðast heint í áttina til — Risnu! „Hvílík spilling“, liugsum vér og höldum hægt og einmana heim á leið eftir allar þessar litilvægu upplýsingar. Kus. Flokkakerfið. 1. kafli. Flokkakerfið. „Ég álit Flokkakerfið vera mjög þýðingar- mikið spor í áttina að góðum árangri, hverjar svo sem aðstæðurnar eru. Með flokkakerfi á ég við það, að sveitinni er skipt í litla, stöðuga flokka, sem liver einstakur er undir ábvrgri stjórn drengs, flokksforingja". Þessi litla klausa er tekin úr formála fyrstu útgáfu hókarinnar „Scouting for Rovs“, sem Raden-Powell gaf út árið 1908. Sveitastarf skátafélaganna viða um heim hefir heppnast ágætlega, vegna þess að sveitar- foringjarnir hafa trúað á þessa hugmynd Eaden- Powells og stuðlað eindregið að framkvæmd liennar. Frá því fvrsta er nauðsynlegt að leggja á- lierzlu á það að flokkakerfið er ekki aðeins ein aðferð af mörgum, lieldur sú eina aðferð, sem hægt er að nota við æfingar skátaíþrótta. í skátahreyfingunni er, eins og kunnugt er, lögð aðaláherzla á sjálfsuppeldi. Sú athugun, sem á bak við það liggur, er, að einkennandi og eðlilegt fyrir „skipulag" drengja á flestum leikjum, er liinn svonefndi ,;hópur“. í honum ráða sérstök lög og sæmd-

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.