Skátinn


Skátinn - 01.08.1935, Blaðsíða 3

Skátinn - 01.08.1935, Blaðsíða 3
S K Á T 1 N N 3 þið komið á slóðann aftur, en nú ligfínr hann sem einstígi í miðju hamrabeltinu. Allt geng- ur samt slysalaust að Innri-Stapa, sem skagar þar dálítið fram í vatnið, en Sunnan við hann gangið þið í fjörusandinum. „Mikið væri gaman að fá sér bað“, luigsið þið, en tími vinnst ekki lil þess nú, svo að þið flýtið ykkur fram hjá Syðri-Stapa og sjáið þá rjúka úr laug beint sunnan við ykkur, aðeins ein smávik, og þið eruð komnir. Nei, látið ekki gabba vkkur. Gang- ið þið ekki í fjörunni, því að þá villist jiið fram í Lambatanga og verðið að ganga upp fyrir aft- ur. Fylgið þið lieldur götunni, sem liggur í lilíð- inni, og þið muriuð sjá allmikið lón, sem tang- inni huldi áður. Nú sjáið þið tvo smádali, sem Stóra-Lambafell skilur á milli, en ef þið viljið sjá Stóra-Nýjaliver, skuluð þið ganga austur með vatni, þar til þið komið að lauginni, sem þið sáuð áðan, en það er stór leirhveralaug aða pollur, sem kraumar í, likt og í grautarpotti. Og áfram svo í stefnu á Litla-Lambafell, en sunnan til á því er Stóri-Nýihver. Alla leið að Lambatanga heyrðuð þið dimman „brim“-gný, sem þið heyrið nú, að kemur úr hvernum, sem er gufu og leirhver, sem myndaðist í jarð- skjálftum 1í)2(i, að mig minnir. Þarna stanzið ])ið um stund, en lialdið svo yfir dalinn i norð- vestur eða hérumbil það, að brennisteinsnám- unum Iiinumegin, en þær eru strax auðþekktar á gula eða gulgræna litnum. En farið þið úr skónum, áður en þið leggið í mýrina, því að annars verðið þið rennvotir, áður en þið vitið af. Þið stanzið um strind við námurnar, sem brennisteinn var eitt sinn unninn úr til útflutn- ings, en haldið svo veginn beint upp í skarðið á Sveifluhálsi. A hálsinum eruð þið dálitla stund, gangið fram lijá smávatni, sem Arnarvatn er nefnt, en sjáið svo á Trölladyngju og Grænu- dyngju vestur vfir. Vegurinn niður af Sveiflu- hálsi liggur með fram gömlum smágíg, Katli, en þaðan sér á mosavaxið helluhraun, sem fara verður yfir, til að komast milli. Beint norður af okkur og nærri i miðju hrauninu er allhár hóll, líklega gamall gígur, sem einhver hluti hraunsins, ef ekki alt hraunið hefir runnið úr. Nú gangið þið norðvestur vfir hraunið, yfir smáhæðadrag og hér sjáið þið Djúpavatn. En nú er líklega bezt að borða, því að nú er komið Iiádegi og þó heldur betur. Og eftir mat skul- uð þið fylla öll ílát með vatni, þvi að hér eft- »• O O •"Ih.- ©•"Mk O •••!»,. O ■•'IU.‘ O ••'IU.- •m..- O •*%.• O •'lu.- O -rnu» O •*'ll»- O ■•'«.» O ■•%.■ O •n..' o ••%•■ o JohnDickinson&Co. i Ltd. London eru þegar þekktir um land allt fyrir þær ágætu vörur, er þeir liafa á boðstólum. Það mun vart finnast sá hlutur, sem hú- inn er til úr pappír, sem Dieli- inson ekki hefir, og verð á öllu er mjög sanngjarnt. Sýnishorn og up])lýsingar gefa aðalumboðsmenn okkar á Islandi H. Benediktsson & Co. Sími 1228. O MIu. O-mu»0•"»••• O••'l|»- O "ll..- O•■'U..' O•"lu.- O•"llw O•"ft»- "li..-O ■"U..'0 -*'H»-0 "lli.-O••'ll..'O •"ll»-O O •%»• O •"%• © ir sjáið þið ekki vatn, nema í Straumi, en þangað er ferðinni heitið. Reyndar er lækj- arspræna i Trölladyngju, en hún er volg og ó- hrein. Næst gangið þið beint upp hálsinn, en rétt ]iar uppi sjáið þið dalverpi, sem er allt sundurgrafið af brennisteins og leirhverum, og eftir því rennur lækurinn fvrnefndi. Þið getið gengið hvort þið viljið heldur meðfram gilinu eða eftir því, en ég ráðlegg ykkur að ganga niðri, þið munuð ekki sjá eftir því síðar meir. Ur dalverpinu komið þið á hjalla, en af honum sjáið þið yfir mestalll liraunið og norður i sjó. Þaðan sést Reykjavík og Innnesin, Akrafjall og Esja, Skarðsheiði og Fagraskógarfjall, Keilir og Fagradalsfjall o. s. frv. Og áður en þið farið ofan hlíðina, sem slórir grænir vellir eru við, ski.luð ])ið lita upp hlíðina að Trölladyngju. sem er liátt og mikið eldfjall, sem gosið hefir fjórum sinnum síðan á landnámsöld, í síðasta skiptið árið 1510. En þið hafið engan tíma aflögu til að skoða umhverfið vandlega. Nú þið á gömlu slóðana aftur og sjáið smá gígból fram undan. Þar

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.