Skátinn


Skátinn - 01.09.1935, Blaðsíða 2

Skátinn - 01.09.1935, Blaðsíða 2
2 S K Á T I N N arnærföt og góða peysu innanundir skáta- blússuna, ásamt hönzkum eða vettlingum, sem ná vel upp á úlnliðina. Þá eiga drengirnir líka að mæta með höfuðfat, annars geta þeir hæg- lega fengið höfuðverk eða ofkælst. Skátahatt- urinn er mjög þægilegur. Hann hlífir bæði fyrir regni og sól, er snotur og klæðir vel. En vilji skátar ekki offra peningum fvrir hatt, á að nota dökkhláar eða svartar alpahúfur. Enskar húfur (Sixpence), skólahúfur, flóka- hatta og farmannahúfur (Matros-) er ekki leyfilegt að nota samkv. ákvörðun B. í. S. Enda eru nefnd liöfuðföt alls ekki í samræmi við búninginn. Að endingu skófatnaðurinn. Háir leðurskór eru beztir. Gúmmískór eru kaldir, ef maður er ekki i tvennum sokkum eða leistum. Þau eru þar fyrir utan ómöguleg í gönguferðir. Bezt er að nota með leðurskónum hlýja sokka og leista. Eramanritað er miðað við skáta, en það sama gildir um ylfinga. Kjörorðið er u'ndir öllum kringumstæðum: Hagfeldur klæðnaður á hverjum tíma. Það er svo verk foringjans að semja dagskrá, einnig i samræmi við veðrið. Frank. Próf. Nú er sumarið senn á föruni og aðalútilegu- tíminn þvi á enda. Skátarnir fara því að undir- húa vetrarstarfið af mesta kappi. Foringjar, sem ætla að kenna nudir fyrsta flokks próf i vetur, ættu að byrja nú þegar á kennslunni. Sérstaklega er nauðsynlegt að byrja á 3., 8., 11. og 14. lið prófsins áður en veturinn gengur í garð. Sjálfsagt er að taka hvern lið prófsins fyrir sig og ljúka honum til fulls. Við það verður kennslan léttari og hægara verður að láta alla fylgjast að. Gott ráð. Foringi, sem oft liefir komist í stökustu vandræði, þegar hann liefir verið að pakka niður tjaldsúlur, hefir nú fundið upp á því að klippa gúmmíbönd úr gömlum hjólhesta- slöngum og festa súlurnar saman með þeim! Flokkakerfið. Framhald leggur sérstaka álierzlu á það, að leggja beri valið á aðstoðarforingjanum næstum alveg í hendur flokksforingjans, þvi að geri hann í því einhverja skekkju, finnur hann liana sjálfur og af eigin reynslu. Foringjahæfdeikar flokksforingjans ganga undir erfitt próf við val aðstoðarforingjans. Þá þarf hann á allri sinni „mannþekkingu" áð halda, og að auk verður það lians verk að mennta aðstoðarforingjann réttilega. 3. kafli. Hvernig lærir flokksfox-ingi að stjórna? ,,Ég liefi skipað flokksforingja, eins og Baden- Powell mælir f)TÍr, en hver er svo reynslan? Það er ekkert nema kenning, að flokksforingj- ar geti sjálfir stjórnað flokkum sínum, því að í raun og veru stjórna ég þeim sjálfur41. Þetta er romsa, senx margir sveitarforingjar láta sér unx munn fara, en við henni er aðeins einu að svai-a: Eitt aðallilutverk lxvers sveitarforingja á að vera að hjálpa og kenna flokksforingj- unum, svo að þeir geti sjálfir stjórnað, án nokk- urrar verulegrar aðstoðar sveitarforingjans sjálfs. Með öðrunx orðum: Sá sveitárforingi, sem vill gera öllum drengjunum í sveitinni eitt- livað gott, má ómögulega láta sér detta i hug, að Iionum takist það hezt með því að hafa marg- ar sveitarferðii-, skemmtilega sveitarfundi eða önnur sveitarstörf. Nei, liann á að leggja sig i linxa við að gera flokksforingjana vel færa til að stjórna flokkum sínum. Það er aðalstarf livers og eins sveitarforingja. Gamalt máltæki segir, að þekking sé vald og það sannast sérlega vel á drengjum. En það er mikill munur á þekkingu lestrarhests og þcirri kunnáttu, sem veitir raunhæfa þekkingu. Enginn drengur her virðingu fvrir hókahlesa, en aftur á móti hefir drengur, sem veit mikið, er að haldi getur konxið í daglega lifinu, ætíð mikil álirif á félaga sína. Og geti hann þar að auki orðið fvrir óvæixtum athurði án þess að missa stjórn á sjálfum sér, eykst álit l'élaganna á honum að miklurn nxun. Svona drengir eru sjálfkjörnir flokksforingjar. En þar að auki er vert að minnast þess, að sérhver drengur getur

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.