Skátinn


Skátinn - 01.09.1935, Blaðsíða 3

Skátinn - 01.09.1935, Blaðsíða 3
S K Á T I N N 3 numið og bætt með því miklu við meðfædda og áður fengna liæfileika sina. Bezt er og eðlilegast, að flokksforingjar fái j)á menntun og reynslu, er j)eir geta fengið hjá öðrum, hjá sveitarforingja eða eftir hending- um lians. Tiljjessfá J)eirágætttækifæri,vitij)eir sig ætíð velkomna á heimili sveitarforingja, iivenær, sem er, og við J)að að finna, að lionum j)ykir eitthvað koma til j)eirra persónulega. Því að finni flokksforingi, að sveitarforinginn álít- ur hann aðeins góðan skáta og félaga, er hætta á, að sambandið á milli j)eirra verði aðeins gott á yfirborðinu, og að öðru hvoru kastist í kekki á milli j)eirra. Því að varanlegt trausts- og vin- áttusamband hyggist á öðru og meiru en sam- eiginlegum áhugamálum. Sveitarforinginn þarf ekki að vera lifandi órðabók. En svo lítillátur verður liann að vera, að hann geti fengið sig til að spyrja aðra um j)á liluti, sem liann sjálfur veit ekkert um. Baden-Powell segir, að starf sveitarforingjans liggi að litlu leyti í því að kenna sjálfur drengj- unum allt milli himins og jarðar, en liggi að mestu leyti í að vekja og „skipuleggja“ áhuga þeirra á að leita sjálfir vizkunnar. Einhverju sinni gleymdi góður flokksforingi, livernig hnýta ætti staurahnút. Sveitarforinginn var viðstaddur, en flokksforinginn j)orði ekki að biðja bann að sýna sér hnútinn, af hræðslu við, að hlegið yrði að honum. Ef til vill hefir flokksforinginn ekki verið jafngóður og sagt er, en j)að er lika alveg víst, að sveitarforinginn hefir verið öðru visi en liann átti að vera. Venjulega er rétt af sveitarforingjanum að gefa aðstoðarflokksforingjunum sömu tækifæri til að afla sér J)ekkingar og flokksforingjunum. Aðstoðarflokksforinginn er nefnilega ekki að eins aðstoðarflokksforingi — hann er lika oft mjög áhrifamikill foringi. Aðalverk flokksforingjans hlýtur ætíð að vera fólgið i verklegri æfingu, en ekki í munn- legri kennslu, þar eð með skátaprófunum er leitast við að gera skátann sem færastan til að lijálpa öðrum. En |)að er nauðsynlegt hverjum flokksforingja, að hann hafi sjálfur reynt það, sem liann ætlar að kenna skátum sinum. Þess vegna má liann ekkert tækifæri láta ónotað til j)ess að geta náð góðri leikni á sem flestum sviðum. Agætt er, að flokksforingjar og aðstoðar- THULE STÆRST — BÓNUS-HÆST - TRYGGINGAHÆST flokksforingjar þeirra æfi sig saman í flokk, sem sveitarforingi stjórnar. Sá flokkur getur t. d. fvrst æft undir II. og I. flokks prófin, en siðan ýmsar skátaij)róttir. Sé ekki hægt að koma þessu við, er ágætt að hafa eitt kvöld í viku eða á hálfs mánaðar- fresti til að æfa foringjana sérstaklega undir starfið. Margir spyrja: Hvenær á flokksforingi að stjórna? Og svarið er ofur einfalt: Alltaf! Hann er foringi í leikjum og vinnu. Hann vinnur, J)egar unnið er, leikur sér, J)egar leikið er. Hann eykur flokksagann, þvi að hann hefir sjálfur vanizt á aga í orðsins fyllslu merkingu. Hann kennir drengjunum að vera lijálpfúsir, J)ví að sjálfur breytir hann daglega eftir 6. grein skáta- laganna. I stuttu máli sagt: í flokk, sem liefir áhugasaman og duglegan flokksforingja, sem gengur á undan í öllu með góðu eftirdæmi, verða allir skátarnir duglegir og áhugasamir. Framliald. L

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.