Skátinn


Skátinn - 01.12.1935, Blaðsíða 6

Skátinn - 01.12.1935, Blaðsíða 6
6 S K Á 'J' I N N „Já, það vil ég‘\ svaraði Villi. „En bíddu nú við, dréngur minn! Akrarnir eru ekkert ann- að en aur og leðja. Það gerir mér ekkert til, því að ég er á gúmmístígvélum. En þú á lé- legum öklaskóm! Vertu viðbúinn! Ha — liæ!“ „Vertu nú ekki mjög montinn“, sagði Tóm- as og brosti að báði frænda síns. „Bíddu and- artak!“ Hann hallaði sér upp að vírnetsgirðingunni og kveikti á rafmagnsluktinni sinni. Svo tók hann af sér skóna og fór úr sokkunum og stakk livorutveggja niður í bakpokann sinn. En í staðinn lét hann á sig létta leikfimiskó, sem hann hafði notað á skátaæfingunni um kvöldið. „Jæja, erlu nú ánægður!“ sagði hann. „Nú má rigna eins og vill; það sakar mig ekki. Svona fer skáti að, skal ég segja þér“. Þeir klifruðu yfir girðinguna og óðu af stað yfir forhlautan akurinn. Regninu smáslotaði og storminn virtist heldur vera að lægja. Allt í ein stanzaði Villi. „Heyrðu, livað er jjetta? “s])iirði liann. Stormurinn þaut í lauflausum trjánum. En gegn um stormgnýinn lievrðist niður í foss- andi vatni. „Það er vist lækurinn“, sagði Tómas. „Nið- urinn er þó miklu meiri en svo, alveg eins og hann væri frá Niagarafossinum“. „Það er ekkert undarlegt, í þessu herjans óveðri“, svaraði Villi. „En komdu nú, Tómas. Það er ekki veður til að rannsaka hljóð nátt- úrunnar“. „Ég skil þetta nú samt ekki almennilega“, anzaði Tómas. „Allur þessi hávaði getur varla komið frá læknum einum“. „Jæja, komdu nú samt. Þú getur hvort cð er ekki bannað læknum að renna livert sem honum þóknast.--------Þetta er annars voða- legt, livað stígvélin eru þung og þrevta mig“. „Vertu viðbúinn!" lautaði Tómas og öslaði aftur af stað móti storminum. Þeir hrutust áfram álútir móti storminum, þangað til þeir voru nærri komnir að járn- hrautinni. „Nú heyri ég það aflur“, saði Villi. Hann stanzaði og sneri baki i veðrið. Ógurlegur fossaniður yfirgnæfði stormlivin- inn. „Ef þetta er vatnsniður, sem við heyrum, þá liefir eitthvað komið fyrir“, sagði Tómas. „Ég liefi oft heyrt til lækjarins i rigningum, en al- drei heyrt í honum neitt svipað þessu. Guð al- máttugur — ef stiflan skyldi nú í raun og veru hafa farið af stað!“ Og hann rauk á spretti, án þess að skeyta frekar um frænda sinn. „Jæja, þrátt fyrir allt“, lnigsaði Villi, þegar liann sá frænda sinn stökkva fimlega vfir girð- inguna. „Það er eitthvað skemmtilegt við þessa skáta með beru hnén“. Sjálfur klifraði hann á þungu stígvélunum yfir girðinguna og upp á járnbrautaruppfyll- inguna, sem lá að brúnni. Hann heyrði Tómas kalla eitthvað, en heyrði ekki orðaskil fyrir niðnum í vatninu. Villi var hérumbil uppgefinn þegar hann kom upp að hrúnni, þar sem Tómas stóð. Und- ir drengjunum fossaði lækurinn eins og belj- andi stórfljót. Villi leil þangað, sem Tómas henti honum, og sá þá, að straumurinn hafði svift hurl tveimur aðalstöplunum, sem héldu hrúnni uppi. Tómas kom fast að honum og kallaði: „Það er snöggt átak, sem hefir gert þetta, svo að það er hersýnilegt, að stíflan hefir látið undan“. „Þetta er voðalegt!“ kallaði Villi. „Hvað get- um við gert? Flýtt okkur heim og símað?“ Og liann fann um leið, að hann var allt of upp- gefinn lil að geta flýtt sér. „Nei, síminn er slitinn", kallaði Tómas. Og Villi mundi þá, að þegar óveðrið skall á dag- inn áður, liafði tré fokið á símaþráðinn og slitið hann. En livað sagði Tómas nú? „Lestin kemur hráðum, og við verðum að aðvara hana við hliðvarðarhúsið“. Hann tók af sér bakpokann, flýtti sér úr regnkápunni og fleygði hvorutveggja í Villa. „Þetta eru nærri tveir kílómetrar, en ég verð að liafa það. A meðan getur þú flýtt þér lieim og sagt Iivernig komið er. Svo getur Harry skroppið á mótorhjólinu sinu í síma og látið vita á járnbrautarstöðinni“.Um leið og Tómas sleppti orðinu var hann horfin út í myrkrið. „Blessaður karlinn, Tómas“, tautaði Villi, þegar hann hljóp niður af uppfyllingunni hin- um megin brúarinnar. „Hann vissi undireins

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.