Skátinn


Skátinn - 01.12.1935, Blaðsíða 12

Skátinn - 01.12.1935, Blaðsíða 12
12. S K A T I N N Enginn veit sina æfina. Vátryggingarhlutafélagið NYE DANSKE af 1864 Skátar! fið uzra lífíryggður er Iíísnauðsyn. & LEITIÐ UPPLÝSiriBfil HJfi OKKUR '.-. jr Uáf ryggingarskrifsfoia Sigíúsar Sighvatssonar ^ LFEKJfiRBflTfl 2, SÍMI 3171. ^ 9» Sameinaðir kraftar. Ekki alls fyrir löngu hafa ýmsir menn inn- an skátafélaganna í Reykjavík farið að hafa orð á því sín á milli, hvort ekki væri hugsan- legt að steypa skátafélögunum í bænum sam- an í eitt félag. Þessi hugmynd verður að teljast svo merki- leg, að ekki má láta u'ndir höfuð leggjast að taka hana til gaumgæfilegrar athugunar, og það því fremur, sem meðmælendur hennar eru orðnir^ mjög margir af helztu mönnum þessara félaga. Það liggur í augum uppi, að slík breyting, sem hér er um að ræða, þarf gaumgæfilegrar athugunar við, og tel ég því ekki úr vegi að taka hana til umræðu hér í þessu blaði. Sumir munu ef til vill álíta þetta svo flókið og yfirgripsmikið mál, og svo margir örðug- leikar í vegi fyrir framgangi þess, að varla sé hugsanlegt að framkvæma það. Skulu nú tek- i'n til athugunar þau atriði, sem fyrst myndu verða á vegi. Vitanlega verður það hvergi nærri tæmandi, aðeins það helzta, sem fyrir verður við í'Ijótlega yfirvegun. Eitt það fyrsta, sem menn myndu segja, er þetta: „Er ekki nauðsynlegt að hafa fleiri en eitt skátafélag á sama stað, til þess að halda uppi samkeppni á milli þeirra, á sama hátt og milli t. d. íþróttafélaganna?" Svarið við þessu verður hiklaust neitaiidi. t>að er vegna þess, að samkeppni í þeim skilningi, er ekki til inn- an skátafélaganna. Við iðkum skátaíþróttir fyrst og fremst vegna íþróttanna og okkar sjálfra, en ekki i þeim tilgangi að vin'na sigur í ne.inni samkeppni á sama hátt og knatt- spyrnumenn og þeirra félög. Sú eina sam- keppni, sem um gæti verið að ræða, er á milli flokka og sveita í stundvísi og afköstum í skátastarfinu, og er engin ástæða tíl annars en að hún haldist eftir sem áður. .,En hver er fær um að stjórna slíku félagi?" munu margir spyrja. Lausnin á þessu spurs- máli getur verið á margan hátt. Ég álít, að varla geti verið um einn stjórnanda að ræða,

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.