Skátinn


Skátinn - 01.12.1935, Blaðsíða 14

Skátinn - 01.12.1935, Blaðsíða 14
14 S K Á T I N N EKKERT gleður Skátana meira i útilegu en Vísis-Kaffi QlEðilEgra júla ag íarsazls kDmandi árs óska yður með skátakvzðju Skátaíélagið „Ernir" og Skátablaðið ,5kátinn' »Hver er sinnar gæfu smiður«. Hvað er gæf a ? Er það að vera ríkur, gáfaður, fallegur, mikils metinn, frægur o. s. frv. Um það eru svo margar og misjafnar skoðanir. Ég álít að gæfa sc að vera góður. Góður í orðsins beztu merkingu. Að það sé hægt að kalla þann mann gæfu- samann, sem temji sér, ætíð að gjöra það sem er gott, fagurt og rétt. Gæfu sina skapa menn í æsku. Þessvegna er svo mikið undir því komið, hvernig menn verja æskuárunum. „Varastu að verja fyrri hluta æfinnar þannig, að þú ónýtir seinni liluta hennar", segir gamall máltæki. Æskuárin er dýrmætasti tími æfinnar, þessvegna þarf að verja honum vel; að undirhúa sig sem hezt og þroska sig sem mest i öllu góðu og gagnlegu, sem gjöri mann betur viðbúinn vanda lífsins. Kg álít það gæfumann, sem hægt er að segja um, að só „.sannur skáti". Að vera — sannur skáti — sannur maður —- er það mesta, sem nokkur maður getur orðið; því allt það fegursta og bezta, sem þroska má einn mann, er innifalið í skátaheitinu og skáta- lögunum. Þessvegna tekur það svo langan tima hjá flestum að verða sannir skátar. Hjá sum- um tekur það mörg ár, og sumir eru jafnvel alla æfi að læra það. En mikið getur góður vilji; og sá sem vill verða sannur skáti, hann vcrðuv það, og hann verður það meðan hann lifir. „Orðinn skáti. — Ávallt skáti", segir Baden Powell alheimsskátahöfðingi. Skátar! Við þekkjum öll litla merkið — skáta- liljuna — sem allir skátar bera. Hún á að benda okkur á rétta braut um leið og hún minnir okk- ur á þríeina skátaheitið og bræðrabandið, sem tengir alla skáta saman. Sólin í íslenzku lilj- unni táknar það, að allir íslenzkir skátar eiga að vera sólarbörn, sem birta og ylur skuli stafa af, hvar sem þeir fara. Við vitum, að það er mikið, sem af okkur er krafist. Við vitum, að við herum sjálf ábyrgð á, hvernig skátar við reynumst og líka hvernig hinir yngri skátar reynast, því það er ekki nema eðlilegt, að þeir, sem eru ungir og byrjendur á skátabrautinni,

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.