Börn og bækur - 01.04.1997, Side 3

Börn og bækur - 01.04.1997, Side 3
| ‘3<in*c oy &œÁurt Pistill m esendur góðir! m Böm og bækur, vorblað / 1997, er komið og ber ykkur margvís- legt eftii til fróðleiks og skemmtunar. Við birtum upplýsingar um verðlaunaveitingar til bamabóka og bamabóka- höfunda, segjum ýmsar íréttir og ljóðskáld barn- anna er á sínum stað. Það er að þessu sinni Þor- steinn Erlingsson. Nokkuð var um það rætt í vetur að vegna að- ildar okkar íslendinga að Evrópusambandinu þyrftum við að færa til frídaga á árinu. Að minnsta kosti einn frídag þyrfti að flytja frá vori til hausts. Þá þótti sumum ráðandi mönnum best hæfa að fórna frídegi á Sumardaginn íyrsta. Margir mætir menn urðu til að mótmæla þessu og koma sumardeginum okkar til vamar og að öll- um líkindum er Sumar- deginum fyrsta bjargað að þessu sinni. Af þessu tilefni þótti ritstjóra ástæða til að rifja hér ritstjóra upp ýmislegt um þennan gamla hátíðisdag. Lesendur munu ef til vill sakna þess að Böm og bækur birta ekki í þetta skipti umsagnir um nýút- komnar bamabækur. Það er m.a. vegna tímaskorts. Við, aðstandendur blaðs- ins, höfum ekki haft tíma til að lesa nógu mikið af bamabókum síðasta árs hvað þá að skrifa um þær. Bókatíðindi koma á hvert heimili íyrir jólin og ef til vill er því óþarfí fyrir Böm og bækur að birta umsagnir um nýútkomnar bækur. Hvað ftnnst les- endum? í síðustu blöðum höf- um við gagnrýnt harð- lega skort á barnaefni í fjölmiðlum, einkum út- varpi. Blaðið hafði sam- band við Jón Karl Helga- son settan dagskrár- stjóra Ríkisútvarpsins og spurði hann hvað þessum málum liði. Hann sagði að litlar breytingar hefðu ennþá orðið á dag- skrá fyrir börn en í vetur hefði þó bæst við nýr þáttur í umsjón Önnu Helga K. Einarsdóttir Pálínu Árnadóttur, Salt- fiskur með sultu, sem þeir væru mjög stoltir af. Þátturinn er fluttur á föstudagskvöldum og endurtekinn síðdegis á laugardögum. Ýmislegt bama og unglingaefni er í athugun, bæði talað orð og tónlist, og líka er ver- ið að athuga um að hafa bamaefni á Rás 2. Þetta er í samræmi við nefnd- arálit frá 1996 um út- varpsefni fyrir börn. Jón Karl telur ástæðu til að menn séu bjartsýnir á vöxt og viðgang barna- efnis í útvarpi. Botninum hafí verið náð og héðan í frá séum við á uppleið. Heilshugar óskum við þessum fyrirætlunum góðs gengis og munum fylgjast með fram- kvæmdinni. Helga K. Einarsdóttir

x

Börn og bækur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og bækur
https://timarit.is/publication/921

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.