Börn og bækur - 01.04.1997, Blaðsíða 4

Börn og bækur - 01.04.1997, Blaðsíða 4
foe&tvi Námskeið í sagnahefð i J orist hefar bréf frá Anne Pellowski 'w-'W þar sem hún býður ■*—^ áhugasömu fólki í að segja sögur til heimilis síns á námskeið. Þetta er vikudvöl öllum að kostnaðarlausu - matur og húsnæði. Innihald námskeiðsins verður 4 stunda vinna á dag við að læra að segja sögur og búa til bækur. Heimsóttur verður fæð- ingarstaður Láru Ingalls Wilder, bátsferð á Miss- isippi, heimsókn á borgar- bókasafhið til að kynna sér sumarlestur, lautartúr að stöðuvatni og berja- tínsla hjá systur Anne. Einnig er hægt að koma á fleiri heimsóknum sem tengjast barnabókum. Anne Pellowski er meistari í að segja sögur frá öllum heimshomum. Hún kom hingað 1988 og er öllum ógleymanleg sem á hana hlýddu. Anne býr í Winona og næsti flugvöll- ur er Minneapolis, Minnesota. Rúta gengur þaðan til Winona. Er ekki einhver á ferðinni í sumar? Námskeiðstími 1997: 6. júlí - 12. júlí, 3. ágúst - 9. ágúst. Þeir sem hafa áhuga geta skrifað til Anne. Heimilisfang henn- ar er Anne Pellowski, 819 West Broadway, Winona M N 55987. FRÁ ALÞJÓÐA- SAMTÖKUNUM. 26. þing IBBY verður í Margrét Gunnarsdóttir Nýju Dehli á Indlandi 20. -24. sept. 1998. Þema þingsins verður: Friður gegnum bama- bækur. (Peace through Childrens Books) Nánari upplýsingar síöar. Margrét Gunnarsdóttir Ég vil gjarnan gerast meðlimur í Barnabókaráðinu - íslandsdeild IBBY „Internatinoal Board on Books for young People" Allar frekari upplýsingar gefa stjórnarmeðlimir sem eru skráðir á bls. 2.

x

Börn og bækur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og bækur
https://timarit.is/publication/921

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.