Börn og bækur - 01.04.1997, Blaðsíða 5

Börn og bækur - 01.04.1997, Blaðsíða 5
^ivut <kp Sumardagurinn fyrsti BERNSKUDAGAR í BLÖNDUHLÍÐ Z' V umardagurinn fyrsti var ávallt einn helzti hátíðisdagur ársins. Ef veður var gott, drifum við telpurn- ar foreldra okkar og jafnvel allt heimilisfólkið út á tún til þess að taka þátt í leikjum okkar. Meira að segja amma slóst í förina og gladdist með okk- ur. Jófríður móðursystir mín dvaldist oft langdvölum á heimili foreldra minna, og var kært með þeim systrum. Hún hafði sérstakt dálæti á fyrsta sunnudegi í sumri. Sagði hún, að sumarið færi nokk- uð eftir, hvernig viðraði þann dag. Þá var hún vön að halda öllu heimihsfólk- inu veizlu. Hólmfríður Jónasdóttir Heimdragi 1972 SUMARDAGURINN FYRSTT 1970 svo einn tvo þrjá kannski fjóra daga stelst sólin norður þarsem það snýr rassinum í vindinn þetta land hvað verður gaman þá! fjöllin gráta af gleði grænkar lítið strá krían sem kann ekki að syngja syngur líka þá sjórinn í fjörunni sofnar sílin fara á stjá hvað’ verður gaman þá! kófdrukknar kýrnar kúvendaflórnumá kötturinn segir mjá langir og mjóir dagar neita að líða hjá Pétur Gunnarsson M j m miðja 19. öld, m J l þegar byrjað er mr'' I að safna skipu- y lega heimildum um þjóðsiði, ber mönnum saman um að sumardag- urinn fyrsti hafi verið mesta hátíð hér á landi næst jólunum. GEKK NÆST JÓLUM í könnunum þjóðhátta- ÚR SÖGU DAGANNA deildar frá 1969 og 1975 kom einnig í ljós að um síðustu aldamót var sum- ardagurinn fyrsti hvar- vetna á landinu talinn mikill hátíðis- og veitinga- dagur og gekk víðast hvar næst jólum og nýári að fyrirferð. Misjafnt var á hvaða tíma dags góð- gjörðir voru veittar. Á nokkrum bæjum hafði fólki verið fært í rúmið um morguninn, helst þó bömum og gamalmenn- um. Algengast var þó að drykkur og meðlæti væri gefið að afloknum gegn- ingum fyrir hádegi en að- almáltíð um þrjúleytið síðdegis eins og venja var á þeim árum.

x

Börn og bækur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og bækur
https://timarit.is/publication/921

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.