Börn og bækur - 01.04.1997, Side 6

Börn og bækur - 01.04.1997, Side 6
'Sfrut <Hf < SUMAKGJATIR Það er forn siður að færa heimilismönnum sín- um gjöf í tilefni sumar- komu. Elsta dæmi um þetta er að fínna í minnis- blöðum Gissurar biskups Einarssonar frá árinu 1545 þar sem hann punkt- ar hjá sér hvað hann og fleiri heimilismenn í Skál- holti hafi fært hver öðrum í „sumargáfur“. Hann nefnir skeiðar, silkisaum- að tjald, enskt klæði, upphosur með skinni, silf- urkeðju og enska mynt. Algengast var að for- eldrar gæfu bömum gjafír og hjón hvort öðru, en stundum gáfu húsbændur líka vinnuhjúum sem þóttu góðs makleg. LEIKDAGUR BARNA Næstum allsstaðar á landinu var það siður að böm fæm öðrum dögum fremur í leiki á sumardag- inn fyrsta. Bæði var þeim ekki haldið til vinnu og af nágrannabæjum komu þau víða saman til úti- leikja ef veður var hag- stætt. Þá var unnt að taka til leikja sem kröfðust nokkurs ijölda. Allvíða tóku fullorðnir þátt í leik með bömum. Sumstaðar var bömum sérstaklega leyft að fara í skeljaíjöm. AÐ SVARAí SUMARTUNGLIÐ Sá gamansiður tengdist sumarkomu að láta svara sér í sumartunglið en svo nefnist næsta tungl á eftir páskatungli. Sá sem leit sumartunglið í fyrsta sinn átti að steinþegja og bíða þess að vera ávarpaður. Úr því ávarpi mátti síðan lesa merkingu líkt og véfrétt. Margir könnuðust við þennan leik en sögur um tilsvör vora ekki fjölskrúð- ugar. Langþekktust er sögnin um stúlkuna nýtrú- lofuðu sem settist á stólgarm eftir að hafa séð sumartunglið og fékk þetta ávarp: „Varaður þig, hann er valtur.“ Unnustinn sveik hana um sumarið. Algeng var einnig andúð á því að láta bjóða sér góða nótt eða ráðleggja sér að fara að hátta eða hvíla sig. Það átti að boða feigð. í Danmörku var áþekkur siður til í tengslum við nýárstunglið þótt um ann- arskonar happdrætti væri að ræða. Þessi munur gæti verið lýsandi fyrir alþýð- legt viðhorf til upphafs ársins á íslandi. Á sumardaginn fyrsta byrjar Harpa fyrsti sum- armánuðurinn. í þjóðsögum Jóns Árna- sonar frá 1864 segir að bændur skyldu fagna þorra, húsfreyjur góu, yngismenn einmánuðu og yngismeyjar hörpu. Sumardagurinn fyrsti heitir líka yngismeyja- dagur, jómfrúadagur eða yngisstúlknadagur, eink- um um austanvert landið frá Skagafírði austan Vatna til Suður-Múla- sýslu. PILTAR OG STÚLKUR DREGIN SAMAN Nokkur gamansemi var sumstaðar höfð í frammi í sambandi við daginn og unga fólkið. Á Austurlandi og reyndar víðar voru gestir sem komu á einmánuði skrif- aðir á miða og á sumar- daginn fyrsta drógu pilt- ar úr stúlknamiðum og öfugt. Önnur tilhögun var sú að elsti ógifti karl- inn á bænum fékk í sinn hlut þá konu sem fyrst kom í heimsókn á sumr- inu, og síðan eftir aldurs- röð. Sama gilti auðvitað um hitt kynið. Annað af- brigði var að fyrstu dag- ar sumarsins vora eign- aðir ógiftum körlum og konum eftir aldursröð. Þau eignuðust síðan þá konu eða karl sem kom í heimsókn á hinum út- o---— .....4

x

Börn og bækur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og bækur
https://timarit.is/publication/921

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.