Börn og bækur - 01.04.1997, Blaðsíða 7

Börn og bækur - 01.04.1997, Blaðsíða 7
“Sön*t (U v&cci mælda degi. í Austur- Skaftafellssýslu var sá leikur mönnum kær að hver stúlka í hrepp átti sinn sumardag eftir boð- leið í bæjaröð. Sú sem bjó austast átti t.d. fyrsta sumardag o.s.frv. Síðan skemmtu menn sér við það um alla sveit að finna samsvörun milli veðurs þann dag og lundarfars stúlkunnar sem í hlut átti. SUMAR OG VETUR FRJÓSA SAMAN Hvarvetna á landinu var eftir því tekið hvort frost væri aðfaranótt sumardagsins fyrsta svo að vetur og sumar frysu saman. Þótt menn legðu mismikinn trúnað á, var slíkt með fáum undan- tekningum talið góðs viti. BARNADAGUR 1921 Árið 1921 má segja að sumardagurinn fyrsti geri opinbera innreið sína í höfuðstað íslands þegar fyrsti bamadagurinn er haldinn þar með fulltingi margra þekktra karla og kvenna, fyrilestri, ræðu, einsöng, kvæðalestri, leik- sýningu, hljómsveit, leik- fími og listdansi. Sumardagurinn fyrsti er einn af 11 löggiltum fánadögum lýðveldisins. Ámi Bjömsson: Saga daganna SUMARDAGURINN FYRSTI Það var venja á mínu heimili frá því ég man fyrst eftir, að reyna að hafa einveja tilbreytingu í mat á sumardaginn fyrsta. Oftast held ég að móðir mín hafi bakað pönnukökur eða steikt kleinur og haft með eftirmiódagskaffinu. Ekki tíðkaðist að gefa sumargjafír í þessari sveit eftir því sem ég best veit. Á sumardaginn fyrsta var unnið af kappi sem aðra daga. Hins vegar er fyrsti dagur hörpu bjartur í minning- unni, hann vakti okkur gleði og vorhug. Nú var líka vetur úr bæ. Stúlkurnar áttu dag í hörpu eins og bændur áttu dag í þorra, húsfreyjur dag í góu og piltar dag í einmánuði. Dögum þessum var skipt niður á fólk á bæjum, byrjað á öðrum enda sveitarinnar og endað á hinum. Sumir sögðu að veður þessa daga sýndi skaplyndi þeirra sem daginn áttu og til ar að menn vildu skipta um dag ef þeim líkaði ekki veðrið. Ragnar Stefánsson í Skaftafelli ► o

x

Börn og bækur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og bækur
https://timarit.is/publication/921

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.