Börn og bækur - 01.04.1997, Blaðsíða 16

Börn og bækur - 01.04.1997, Blaðsíða 16
 I Barnabækur og viðhorf útgefandans I appsmál út- aS gefanda hlýtur §\ alltaf fyrst og \ZS \J fremst að vera það að gefa út góðar og vandaðar bækur. Út- gefendum er jafnan tölu- verður vandi á höndum að velja og hafna, því mikið magn berst af íslenskum handritum og erlendum þýðingatilboöum. En metnaður, smekkur og kostnaðarsjónarmið hefur allt áhrif þegar ákvarðan- ir eru teknar. Útgefand- inn er að framleiða fyrir ákveðinn markað sem hann telur sig þekkja svo og svo vel og við hann miðar hann framleiðslu sína. Það þýðir lítið að framleiða vöru sem ekki selst. Útbreiðsla góðra bóka er takmark hvers útgef- anda, gæði og sala verða að haldast í hendur. Ann- að án hins er ófullnægj- andi. Að sjálfsögðu er stundum tekin áhætta og geíhar út bækur sem ekki eru líklegar til að seljast í stóru upplagi, en þá er oft um að ræða metnaðarfull, nýstárleg verk sem ryðja braut til framtíðar á einhvern hátt. Metnaðar- fuliir útgefendur hljóta alltaf að ráðast í slíkar framkvæmdir af og til þó þeir getir ekki leyft sér að taka slíka áhættu oft. Til að vega upp á móti kostn- aði við slíka útgáfu kemur útgáfa söluvænlegra verka af ýmsu tagi og út- gáfa sísölubóka, t.d. sígildra bóka sem seljast ár eftir ár með lágmarks tilkostnaði. Undanfarin ár hafa reynst útgefendum þung í skauti og kemur þar margt til. Nefna má til dæmis skattlagningu og breytt viðhorf til bók- lestrar og afþreyingar, sem kemur ekki síst fram á bama- og unglingabóka- , markaðnum. Alþjóðlegar tískusveiflur styrktar annars staðar frá verða æ meira ráðandi í bamabók- um. Fjöldaframleiðsla af slíku tagi ógnar barna- bókaútgáfu um allan heim og hefur orðið til þess að mörg bamabókaforlög bexjast í bökkum eða hafa lagt upp laupana. Disney- veldið virðist vera að leggja undir sig heiminn og færa þeir stöðugt út kvíarnar. Að sjálfsögðu kallar þetta á mótvægi sem jafnframt er sam- keppnisfært hvað varðar skemmtigildi. En við eig- um langt í land áður en við höfúm burði til þess að framleiða sængurver, fatnað og dúkkur með Sossu sólskinbami til að vega á móti vinsældum Pokahontasar eða Andr- ésar andar. Eins og ég neftidi áðan er erfitt fyrir fjárhaginn að framleiða bækur sem ekki seljast. Þetta er með- al annars sá vandi sem út- gefendur verða að horfast í augu við varðandi útgáfu fræðibóka fyrir börn. Síð- ustu ár komu á markaðinn þó nokkrar fræðibækur, bæði íslenskar og þýddar, en seldust margar fremur

x

Börn og bækur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og bækur
https://timarit.is/publication/921

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.