Börn og bækur - 01.04.1997, Side 17

Börn og bækur - 01.04.1997, Side 17
 dræmt, þótt kennarar og bókasafnsfræðingar fagni jafnan slíkum bókum. Erlendis eru skólar og bókasöfn víða nægilega stór markaóur til að fram- leiða fræðibækur fyrir börn en hér er sá markað- ur allt of lítill til að þannig útgáfa getir borið sig. Á íslandi verðum við því að treysta á fróðleiksfýsn og pyngju almennings, sem verður æ eríiðara varð- andi bækur. Verst horfir þó með unglingabækumar. Fyrir u.þ.b. tíu árum seldust unglingabækur mest alira bóka á jólamarkaði - í fleiri þúsund eintökum - nú kallast mjög gott að selja unglingabók í 1500 - 2000 eintökum. Unglingar leita annað eftir afþrey- ingu, þó að kannski sé ekki eins mikilvægt fyrir nokkum aldurshóp að stunda bóklestur til að þjálfa lestrarkunnáttu og örva skilning á máli og mannlífi. Útgefendur standa frammi fyrir þeim vanda að bamabækur mega að- eins kosta helming þess verðs sem bækur fyrir fullorðna mega kosta til að seljast. Þetta er stund- um öfugsnúið bæði vegna þess að tilkostnaður við barnabókaútgáfú er síst minni. Þær eru gjaman skreyttar vönduðum teikningum eða litmynd- um og þurfa að vera vand- aðar að allri gerð ef þær eiga að standa fyrir sínu í höndum ungra lesenda. Einnig er það sárgræti- legt að bamabókahöfund- ar þurfi að bera minna úr býtum en höfundar sem skrifa fyrir fullorðna, en þannig er það því laun rit- höfunda byggjast á pró- sentuhlutfalli af sölu. Þetta verður svo til þess að margir vilja síður skrifa fyrir böm en full- orðna. Óneitanlega er vandi bamabókaútgáfú marg- víslegur, ekki síst á síð- ustu ámm. Við hjá Máli og menningu byggjum út- gáfu okkar reyndar að töluverðu leyti á bama- bókaklúbbunum og getum því leyft okkur að gefa út fleiri bamabækur en ella. En slík bylting hefur orð- ið á markaðnum undan- farið að bækur verða helst að kosta minna en ekkert, eftakastá að viðhalda fé- lagatölunni og vandi er að bjóða úrvalsvöru sem ekkert má kosta. Auðvit- að er rétt að halda verði niðri eins og kostur er en það er fárra hagur að ganga of langt í þeim efn- um. Bækur verða að vera vandaðar ef þær eiga að hafa eitthvert gildi. Bamabókahöfundar verða að fá eitthvað fyrir sinn snúð ef þeir eiga að fást til að skrifa og uppalendur mega ekki gleyma hve bókin er bam- inu mikils virði. Hildur Hermóðsdóttir.

x

Börn og bækur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og bækur
https://timarit.is/publication/921

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.