Börn og bækur - 01.04.1997, Page 18

Börn og bækur - 01.04.1997, Page 18
 í LJÓSASKIPTUNUM -m f orrænu - félög- / \ / ™ undanfar- J \/ in ár verið aðilar T að verkeftiinu NORDLIV -NORRÆN VITUND - FORTf Ð, NÚTÍÐ, FRAMTÍÐ- sem ætlað er að efla áhuga og þekkingu al- mennings, sérstaklega ungs fólks, á norrænni sögu og samfélagsháttum. Kynningamefnd nor- rænna bókasafna hefur nú í samvinnu við aðila Nord- liv verkeftiisins ákveðið að efna til norrænnar bókasafnaviku 10.-16. nóvember 1997. Markmiðið er að auka þekkingu og lestur á nor- rænum bókmenntum sem og að kynna norræna menningu almennt. Undir heitinu „í ljósa- skiptunum - Orðið í norðri" er ætlunin að beina athyglinni að sam- eiginlegum menningararfi sem birtist í norrænum bókmennum og frá- sagnarhefð. Lagt er til að bóka- safnavikan hefjist sam- tímis í almenningsbóka- söftium alls staðar á Norð- urlöndum og á sama hátt. Á íslandi byrjar hún kl. 6 síðdegis. Rafljós verða slökkt og kveikt verður á kertum. Síðan verður lesinn kafl- inn um dauða Böðvars úr Egilssögu. Þetta atriði Egilssögu, þegar Þor- gerður fær fóður sinn til að drekka mysu, borða söl og yrkja kvæði í stað þess að svelta sig í hel, er tahð með fyrstu dæmum um viðtalsmeðferð - mátt orðsins. Þetta upphafsatriði á að mynda rammann um öfl- uga norræna bókmennta- og menningarviku á bóka- söfunum, þar sem hver viðburðurinn rekur annan. Þeir sem vilja fræðast meira um þetta hafi sam- band við Mörtu H. Richt- er, Bókasafni Mosfells- bæjar eða Pálínu Magnús- dóttur Bókasafni Sel- tjamamess. Marta Hildur Richter /) mah nokkur, sem gætti hjarðar sinn- j ar skammt frá þorpi v___J einu, tók upp á því að gabba menn með því að kalla: „Úlfur, úlfur!“ í ein tvö eða þijú skipti heppnaðist þetta hrekkja- bragð, og þorpsbúar komu þjótandi til hans til þess að hjálpa honum að Smalinn og úlfurinn bjarga fénu imdan úlfin- um. En smalinn hló og hæddist að þeim fyrir gabbið. En svo bar það við einn góðan veðurdag, að úlfur- inn kom í raun og vem. Drengur kallaði hástöf- um, en fólkið hélt, að hann væri að leika sama leikinn og áður og gaf engan gaum að hrópum hans. En úlfurinn réðst á hjörðina og reif í sig féð. Þá lærðist drengnum það, þó að seint væri, að lygaranum er ekki trúað, jaftivel þótt hann segi satt. Dæmisögur Esóps II. Rv. 1H2.

x

Börn og bækur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og bækur
https://timarit.is/publication/921

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.