Börn og bækur - 01.04.1997, Qupperneq 19

Börn og bækur - 01.04.1997, Qupperneq 19
'&örut ay foeúun Heimspeki og bókmenntir ~w~ grein sem birtist í síð- M asta „Bookbird" - (34 - M no.3), skrifaði þýski rit- *- höfundurinn og kennar- inn Peer Olsen um bókina „Heimur Soffiu“ og með hana að leiðarljósi hvemig við getum lært eða rætt um spuminguna hvaðan við komum og hver sé meiningin með lífinu. Peer Olsen hefur kannað álit unglinga á bókinni. Þar kemur í ljós að þeir hafa meiri áhuga á sjálfri atburðarásinni heldur en hinni heim- spekilegu umræðu. Þeir em spenntari fyrir því hvað gerist hjá Soffíu og Alberto. Þessvegna minnkar heimspekiáhug- inn eftir fyrstu 200 síð- urnar og það sem á eftir kemur finnst þeim vera flókið og' óaðgengilegt efni. Olsen heldur því fram að „Heimur Soffiu“ sé ekki bamabók, heldur eins og Gaarder segir sjálfur, bók fyrir 14 ára og eldri. En getur bókin kennt okkur eitthvað um lffið og hina miklu heimspekinga? Peer Olsen heldur nám- skeið í heimspeki fyrir ungt fólk sem enga reynslu hef- ur á því sviði. Hann hefur komist að því að erfitt sé fyrir það að skilja heimspekilegt efni nema í félagi við aðra þar sem tækifæri er til um- ræðna. Því getur bókin og efni hennar haft þýðingu fyrir lesendur ef slíkar að- stæður em fyrir hendi. En hvemig má kenna litlum bömum heimspeki? Níels Chr. Saner kennari í Danmörku svarar spum- ingunni þannig að hafa beri í huga að heimspeki sé ást á þekkingu. Lítil böm em forvitin, undrandi og sífellt að uppgötva eitthvað nýtt. Að þjálfa heimspekilega hugsun með bömum felst í því að vekja áhuga og löngun til að skoða hlutina frá mörgum sjónarhornum og huga að öðm en því sem umlykur þau hvers- dagslega. Verkfæri heimspekinnar er hið talaða mál. Sá sem kynnir litlum bömum heimspeki verður að kunna að nota það á fágaðan og einfaldan máta. Nauðsyn- legt er að hinn fullorðni þekki vel efnið sem rætt er um og getir vegið og metið hvaða orð séu áhrifaríkust í samræðunum. Því yngri sem bömin em, því vandasamara erþetta. Níels Chr. Saner mælir með aó segja sögur í þessu skyni. Þar hefur hinn full- orðni „beint samband“ við hlustendur. Þá er hægt að af og til og spyrja bömin um svipaða reynslu eða hvetja þau til að taka af- stöðu til persóna og eftiis sögunnar, kreijast þess að þau útskýri afstöðu sína og færi rök fyrir henni. Forð- ast skal þó spumingar eins og „Hvað meinar þú - hvers vegna finnst þér það?“ Það er t.d. hægt að taka afstöðu með skúrkin- um og athuga viðbrögðin! Sá sem vill fá böm til að tjá sig um heimspekileg eftii getur litið á sig sem nokkuiskonar hljómsveit- arstjóra. Hlutverkið ki-efst hlustunar, tilfínninganæmi, þolinmæði, áhuga og gleði. Þetta er ekki alltaf auðvelt en skemmtilegt. Þýtt og endursagt wr Skolestart 2/92 Margrét Gunnarsdóttir >------------------------©

x

Börn og bækur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og bækur
https://timarit.is/publication/921

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.