Börn og bækur - 01.04.1997, Side 22

Börn og bækur - 01.04.1997, Side 22
‘Söntt, oy &X&6CI Barnahellirinn NÝJUNGAR í BARNASTARFI NORRÆNA HÚSSINS j ýtt húsnæði fyrir / \/ barnastarf var tek- ' t ið í notkun í haust. Efnt var til samkeppni meðal barna um nafn á húsnæðið og sigurvegari varð Kristinn, 5 ára, sem stakk upp á nafninu Bamahelhi'inn. Þegar Kúistinn var spurður hvað nafnið merldi svaraði hann: „Jú, herbergi sem hefur enga glugga en dymar eru alltaf opnar.“ Vígsluhátíð Bamahell- isins var haldin 11. jan. s.l. Þar komu 130 börn. Veitt- ur var ávaxtasafí og múmínkex og ýmislegt var til skemmtunar, m.a. var lesið úr bamabókum á öllum norrænu málunum. Norræna húsið hefur lengi vantað húsnæði fyrir bamabækur, upplestur og sögustundir. Þetta nýja rými er málað í björtum litum, með bókahillur og ævintýraverur á veggjum og dýnur á gólfum og borð til að skrifa við. Notalegt, en ekkert óhóf. í ár fengum við styrk frá Nordisk Ministerrád til að setja upp norræna dagskrá í nýja rýminu. Við sendum boð til leik- skólanna í Reykjavik á fyrirhugaða dagskrá og undirtektir vom frábærar. í janúar kom brúðuleik- hús Evu Ljungar írá Sví- þjóð. Eva semur sjálf verk sín. Hún kann íslensku og sagði sögumar bæði á sænsku og íslensku en söngvamir vom á sænsku. í febrúar kom Totem- teatret frá Finnlandi, en það er 2ja manna lát- bragðsleikhús. Það sýndi Grimmsævintýrið Rapun- sel. Báðar þessar sýning- ar vom öllum opnar og var einkar ánægjulegt að sjá þann skara uppábú- inna bama sem komu í „leikhús" með foreldmm eða eldri ættingjum. í mars er Hallveig Thor- lacius með brúðuleikhús sem heitir Minnsta tröll í heimi og 11 maí kemur finnski bamabókahöfund- urinn Irmelin Sandman Lilius og ræðir við böm og sýnir bækur sínar. 24. apríl, 1. sumardag verður dagskrá í sam- vinnu Norræna hússins og IBBY. En hver er tilgangur okkar með þessu nýja bamastarfi? Við viljum kynna börnum Norræna húsið og sýna þeim að þar eiga þau rúm fyrir sinn „heim“. Þar em sagðar sögur og gerast ævintýri- og þeirra menning í heiðri höfð, og það getur orðið þeim lykill að norrænum bókum, sögum og söng í framtíðinni. Að þessu ætl- um við í Norræna húsinu að stuðla með ýmsum móti, með norrænni dag- skrá, útlánum á norræn- um bamabókum, bama- myndböndum og baraa- lögum. Og einn „CD Rom“ disk höfum við fengið; hann er um Múmínálfana. Haustið 1997 fáum við heimsóknir danskra og norskra leikhópa og í nóv- ember verður efnt til lestrarkeppni. Með haustinu hefjast á ný sýningar á norrænum kvikmyndum fyrir böm á sunnudögum. Lisbeth Ruth

x

Börn og bækur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og bækur
https://timarit.is/publication/921

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.