Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 14

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 14
4 TÓNLISTIN þetta fjölskrúðuga efni hefir fyrsl um sinn orðið að liggja utan garðs af eðlilegum, þróunaílegum ástæð- um, sem koma fram í grein þessari. Tímaritsfræðsla getur hæglega veitt uppörfun og hollar leiðbeiningar, en samfelld fræðslubraut krefst ná- ins samhands og' samstarfs við hvern einstakan, og á það einkum við um alla kennslu í tónlist. Hér verður þvi hent á nokkrar leiðir, lesendum til athugunar; þessar leiðir eru ljós- ar, en ekki villugjarnar, því að þær eru alfaraleiðir, og eiga þær að vera tilraun til að sýna fram á gildi tón- lislar og tilverunauðsyn hennar í menningarþjóðfélagi. II. Harmátölur Jónasar Hallgríms- sonar vegna sönglagafæðar Islend- inga draga upp allglögga mynd af heitustu ósk orðskáldsins: samfé- laginu við sönglagið. Orð Jónasar brýna alla Islendinga til þess að veita sönglaginu, hinu alþýðlega lagi þjóðarinnar, aukna athygli; og söng- lagið er sú tegund tónlistar, sem allir fá nolið. Þess vegna er söng- lagið undirstaða allrar tónlistar, og út frá því verða síðar öll önnur tón- listarform skiljanleg. Hér liggur því einn aðalvegurinn að tónlistinni og innihaldi hennar. Lögin verða hljómandi veruleiki með skapandi athöfn okkar sjálfra, og einradda söngur er fyrsta stig hennar. Og ef við liggjum ekki á liði okkar, held- ur leggjum fúslega fram rödd okk- ar í þágu ljóðs og lags í einslegum eða sameiginlegum hljómi, þá full- nægjum við i fyrsta lagi tónlistar- löngun okkar og veitum einnig út- rás athafnalöngun okkar, því að sungur er ávallt vottur um aukna lífstilfinningu. „Þúsundir manna temja sér samneyti við tónlistina, en öðlasl þó ekki opinberun lienn- arr,“ er skráð eftir Beethoven. Fyrsta úrræði til þess að teljast ekki til þess flokks manna, er fólgið í sjálfs- heitandi athöfn til liugarþroskunar og framrásar innihyrgðum kröftum. Tímar þeir, sem við lifum á, flytja okkur ekki of lítið, lieldur of mikið af tónlist, — ef allir tónar nútímans eiga þá listarnafnið skilið, en mús- ikheitið verður þó aldrei af þeim tekið. Nútímamaðurinn getur látið tónana fylgja sér allan liðlangan daginn í einhverri mynd. Ekkerl er þó háskalegra fyrir vakandi tón- listaráhuga og ást á þessum efnum en sú liætta, að tónlistin verði að daglegri áþján, sem trauðla er hægt að bjargast undan. Þessi hætta er fyllilega þess verð, að lienni sé veitt fullkomin athygli. Að vísu ber ó- umdeilanlega mikla nauðsyn til þess, að íslenzka þjóðin læri loks að kunna og unna tónlistinni sem dyg'gum og tryggum Iífsförunaut, en liinsvegar getur tónlistin óhoðin og óvelkomin einnig' valdið örlagarík- um afleiðingum. Hér er því einkar vandratað meðalhófið, og leiðin til þess verður að skýrast smátt og smátt. Eiginlmgð okkar verður fvrst og fremst að verða gagntekin af löngun til að hlusta, en áður en við finnum hjá okkur ómótsta'ðilega löngun í þá átt, verðum við að und- irbúa upptök hennar og gera máske

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.