Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 15

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 15
TÓNLISTIN aðeins ósjálfrátt tilraun ii! að hrinda henni af stað. A skömmum tíma hefir orðið feiknleg bvlting hjá okkur á óllum sviðum þjóðlífsins, svo að margir liafa átt fullt í fangi með að fylgja liinum öru umbrotum eflir. Iðnaðar- kerfi og tæknilegar framl'arir margskonar Iiafa haldið innreið •sína í landið og myndað yztu skán á innviðafreka þjóðfélagsumgjörð. Afskipti okkar af vélaumhólunum <)g kaupsýslustefnan hafa að vísu skapað okkur álitlegan cfjialiags- legan ávinning, on það er aðeins hálft hnoss. Þau verðmæti eru ekki svo varanleg sem skvldi. En mað- urinn þarfnast nú einu sinni þess, sem vegið getur upp á móti hveri'- leik hins daglega lífs, hann verður að tefla fram kjölföstu mótvægi og cilífum verðmætum gegn hinu hjómkennda lífsyndi nútíðarinnar, <>g gefa tilveru sinni þannig ófor- gengilegt innihald, þar sem hann alltaf getur leitað fróunar, lilbreyt- ingar og uppfyllingar frá einhæfu starfi hversdagsleikans. Þessum skilyrðum fær hann i ríkum mæli fullnægt í ástundun tónlistar. III. Þegar rætt er um list manna á meðal, má oft verða þess áskvnja. að þar er eingöngu átt við myndlist; °g ýmis nöfn á íslenzkum bygging- um færa okkur heim sanninn um þá þröngu merkingu, sem orðið list hefir til skamms tíma haft i íslenzkri málvenju. Þetta er óþægileg og jafn- vel hálf-vonhrigðakennd uppgötvun fvrir tónlistarmanninn. Þegar bezt 5 lætur, er skáldsagnalist máske talin með, en við anddyri tónlistarinnar er jafnan numið staðar. Þessi einkennilega staðrevnd er að nokkru leyti sprottin af því, að til éru meðal okkar margir þeir menn, sem vissulega hafa ekki þvkkari hljóðhimnu en gengur og gerist, og tónheyrn þeirra verður því tæplega talin ónæm; en þessir sömu menn heyrast sanit segja: „Ég skil ekkert í tónlisl, því að þar fylgist ég ekki með; það fer fyrir ofan garð og neðan hjú mér.“ Ástæðuna fyrir þessu frávísandi viðkvæði er áreið- anlega að finna í skorti á lifandi samneyti við rétta tóna á réttum tíma. Tónaflóðið eitt saman, ósund- urgreint, getur ekki borið okkur að landi, en það getur hinsvegar hrak- ið óvegvísa ferðalanga af réttri hraut. Það, sem nauðsvnlegt er til að komast lijá vixlsporum van- þroskaðs smekks, er þvi hæfileik- inn til að greina og meta tónrænl gildi þess, sem við samlögum sjálf- um okkur. Þroskatími okkar íslend- inga á þessu sviði hefir verið stutt- ur, svo stuttur, að með ólikindum má teljast, og þrátt f}rrir stöðuga leit og alvarlega viðleitni erum við þá heldur ekki enn húin að leiða þessi mál í þann farveg, sem vænlegur er lil framtíðaidausnar fyrir almenna tónlistarþáttöku í landinu. Þessi skammvinna framsókn, ásamt frum- stæðum tónlistarstefnum, sem hing- að hafa borizt síðustu áratugi, valda því, að enn hefir tónlistin ekki náð að verða allsherjareign okkar. Röng afstaða til meginatriða allrar tón- listar torveldar mönnum oft rétta

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.