Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 18

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 18
8 TÓNLISTIN aður meðal forfeðra Bachs, og var ávallt kappkostað að fleyga saman sem flest lög á hinn margbreytileg- asta iiátt í iiverl skipti sem fjöl- skyldan kom saman, enda hafði sú ælt öll mann fram af manni verið sérstaklega handgengin tónlistinni, og sjálfur Johann Sebastian Bacli reyndist þvi vera lokaþáttur langr- ar þróunar lil hinnar eindregnustu fullkomnunar. Sem organisti við St. Thomaskirkjuna í Leipzig semur Bach svo löngu siðar tónverk fvrir cembaló — þeirra. tíma píanó — og lýkur því með því að minnast þeirra gleðistunda, er liann í fjöl- skylduhópi á barnsaldri tók þátt í hinum hugmyndasnjalla samstevpu- söng. Verk þetta nefnist Goldherg- Variationen (eða -tilhrigði) og er samið sérstaklega fyrir veraldlegan samtiðarhöfðingja Bachs, von Keys- erling fríherra og cembalóleikara lians, Goldherg. Tilbrigði þessi eru 30 að tölu, og eru þau öll samin við aríu í upphafi verksins, þó eftir þeirri merkilegu meginreglu, að til- brigðin hafa aðeins hliðsjón af bassalínu aðal-stefsins, en þræða hvergi laglínuna sjálfa. Vex-k þetta endar á stuttu quodlibet-tilhrigði með tveimur þýzkum Ixjóðlögum við hinn gefna og mai-gendurtekna hassa, og er það eilt af snilldarleg- ustu tilbrigðaverkum píanóbók- menntanna, sem sýnir mætavel ein- stæða leikni höfundarins í kanón- ískri raddfærslu í öllum tónbilum. Af þessu má sjá, hvei'nig alþýðleg- ur söngháttur er felldur inn í stór- brotið form hljóðfæratónlistar. Al- veg það sama gerir Max Reger i forleik sinunx til föðui’landsins (Va- terlándische Ouvertiire), er hann i senn lætur hljórna þýzka þjóðsöng- inn (Yfir voru ættaidandi), sálma- lagið Vor gnð er borg d bjargi traust og Die Wacht am Rhein (Varðliðið við Rin), sem við höfum gjarna sungið við kvæði Lárusar Thorai'- ensen, Þér skýla fjöll, þig faðmcir haf. Þessi aleflda þrenning höfund- arins er táknræn í samverkun sinni. Fvrst skiptir liann alli'i þjóðinni i tvo hluta, veraldlegan og andlegan; alþýðulagið er fulltrúi alls almenn- ings, þeirra, sem beita höndinni, en sálmalagið felur í sér þá flokka þjóðfélagsins, er nægilegrar mennt- unar hafa notið til að næi’ast af hug- arorku sinni einni saman; alþjóð sameinar hann svo loks með því lagi, sem er- tákn heildarinnar: þjóð- söngnum sjálfum, laginu, sem allir kunna, allir skilja og syngja. Svo mjög höfum við oft og einatt nálg- azt erlendar þjóðir í sönglegu tilliti, að við mundum líklega geta hlustað á þetta tónverk með vakandi þátt- töku, vegna þess að við höfum fyrir áratugum sungið innviði þess inn í vitund okkar; en allskostar óvíst verður þó að teljast, hvort þeir hafa þar fengið hina einu réttu og eðlis- sönnu svörun, svar hins djúpa, þjóð- horna uppruna, og má raunar ætla, að svo sé ekki. í tónverki, sem sam- ið er með þessum hætti, skilst gjöi'la megininntak kontrapunktsins: að láta margar sjálfstæðar laglínur fléttast saman og mvnda hljómræna, samstillta heild. Hinn lárétti gangur lagsins ræður þar mestu, en ekki hinn lóðrétti skurður hljómsins. ■

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.