Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 23

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 23
TÓNLISTIN Hljómleikalíf Reykja víkur Nýlega hefir Karlakór Siglufjarðar, Vísir, haldið hátíðlegt 20 ára afmæli sitt og mirinzt starfsferils síns á þessu fyrsta söngskeiði; og í tilefni af því hefir söng- félagið gefiÖ Surinlendingum kost á að hlýöa á söngvakost sinn og raddval. Hafa söngfarir sem þessar allmikla félagslega 'þýðingu; þær stuðla að auknum kynnum niilli fjarlægra landshluta og flytja til- breytingu í hljómleikalífið. Og enda þótt framburðarmáti og efnistúlkun geti verið frábrugðin ])ví, sem helzt hefði vakað fyrir nýjum áheyranda, þá er þó fróð- legt að kynhast nýju viðhorfi til innihalds og meðíerðar þess. Yfirtenór kórsins her af hinum raddflokkunum í fyrirhafnar- lausum forte-söng, en milliraddirnar eru ekki allskostar nógu ])jálar og tónvissar, og undirbassinn gæti tekið þéttari tökum á efni sinu. Þrátt fyrir ])essa annmarka, er ])ó heildarveigur kórsins eigi alllítill, og 'inun hann ]>ó tæplega hafa leyst úr læðingi allan raddkost sinn. Viðfangs- efni kórsins urðu þó mörg fullsmá í höndum hinna rammauknu söngvásveina dumbhafsins, og virtist Wagner fyrst veita þeim fast land undir fót; þar komu fram tilþrif átaksmikilla radda í sam]>jöppuðum og ]>rauthugsuðum tón- bálki bróðureðlisins. Að öllu samanlögðu ber söngurinn vott um trúnaðarlega sál- ræna beitingu, að vísu æði misjafna í svo fjölmennum hópi, en þó yfirleitt sanna og hispurslausa að ytri einkenn- um, og má eindregið telja það söngflokkn- um til verulegs gildis. Þormóður Eyjólfs- son hefir um langt skeið vakað yfir vel- ferð kórsins, enda sýndi hann snemma hug sinn til söngdísarinnar, er hann fyrir tví- tugsaldur sem nemandi Flensborgarskól- ans tókst á hendur söngkennslu stofnun- arinnar rétt eftir síðustu aldamót. Að vísu mundi hafa verið talið æskilegt, að hinn ungi söngkennari ætti þá kost á traustri menntun listhneigð sinni til fram- 13 dráttar og samborgurum sínum til auk- innar gagnsemdar, en hér fór svo, að náttúran varð að búa að sínu, upplaginu bættist ekki vaxtarvænleg aðhlynning; meðíæddir hæfileikar og smekkur urðu því hin eina leiðsögn, sem hlíta mátti um torsótta stigu listarinnar, og hefir árangur orðið furðanlega góður við hýsna óhag- stæð skilyrði; þó munu hreyfingar stjórn- andans oft vera óþarflega stórar, og ekki nógu nákvæmar og hnitaðar, en slíkt mundi koma kórnum að góðu haldi. Daníel Þórhallsson söng einsöng i helzt til lausmótaðri útsetningu á hinum sér- stæða og hrifandi saknaðaróði Sigvalda Kaldalóns, Alfaðir ræður, og barg heilu i höfn verkefni sínu með fyllingarvænni og stjórngóðri rödd, borinni af miklurn skilningi og góðri tónhæfni. Sigurjón Sæmundsson og Halldór Kristinsson höfðu hvor sitt einsöngshlutverk, og skorti ]>ar nokkuð á jafnvægi og stílfestu, þótt skapið væri ríkt sem undir byggi; en óneitanlega er það hagkvæmt söngv- urum að láta líka birtast hinn norræna kraft, þótt stundum megi deila um feg- urðargildi hans eftir stofulærðum kenni- setningum ólífrænnar raddmyndunar- fræði. Konia kórsins var góður viðl)urð- ur og að ýmsu leyti athyglisverður. Megi fleiri slíkir fara á eftir. Vestmannakórinn gerði Reykviking- um ])á ánægju að gista borgina og syngja nokkrum sinnum fyrir bæjarbúa. Þessi mannsterki, rösklega 40 radda bland- aði kór mun sennilega vera það söng- félag þessarar tegundar utan Reykjavík- ur, sem einna fremst stendur nú í lýr- ískum ljóðasöng. Saga kórsins er í stuttu máli þessi: ,,Hinn 17. júní 1911, á aldar- afmæli Jóns Sigurðssonar, söng í Vest- mannaeyjum blandaður kór í fyrsta sinni undir stjórn Brynjúlfs Sigfússon- ar. Síðan hefir Brynjúlfur að jafnaði stjórnað blönduðum kór í Vestmanna- eyjum, er sungið hefir við ýmis tæki- færi. Árið 1925 gaf söngstjórinn kórnum nafnið Vestmannakór, en 1937 voru lög kórsins samin og stjórn kosin. Frá þvi ári hefir svo söngfélagið haldið uppi

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.