Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 24

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 24
14 TÓNLISTIN skipulögðu starfi frá veturnóttum til ver- tíðar og stundum lengur. Hefir kórinn á þessu tímabili haldið árlegar söng- skemmtanir í Eyjum og þess utan sungið við ýmis önnur tækifæri, m. a. farið söng- för um Suðurlandssýslurnar 1941. Vest- mannakórinn var einn höfuðaðili að stofn- un Landssambands íslenzkra blandaðra kóra og kvennakóra." Kórinn heilsaði með kveðju til Reykjavíkur eftir Kaldalóns; síðan komu tvö lög eftir söngstjórann, sem vöktu sérstaka athygli sakir snoturs handbragðs í nærri því fornklassískum hljómstil kirkjulegra miðaldameistara. með vel hugsuðum eftirlíkingum og kröftugum og hreinum hljómsambönd- um. Var gleðilegt að fá svo ferskan og svalandi blæ inn í hið rómantiska kyrr- viðri hinna verkefnanna. Brynjúlfur Sig- fússon leiðir kórinn af ítrustu tónvisi og næmi fyrir hljóðfalli, og benti meðferð hans til sjálfstæðrar skoðunar hins end- urskapandi flytjanda; hreyfingar hans eru settar og afmarkaðar og kostgæfni lians til fyrirmyndar. Að visu var i nokkru áfátt um tilþrif aðsópsmikilla átaka, en máske veldur þar nokkru um aðbúð nátt- úrunnar í röku og seltumiklu sjávarlofti, og kom það einna bezt í ljós hjá ein- söngvurunum, sem þvi fengu fullharða hnot að brjóta; og yfirleitt vill það oft koma fyrir, að kórista-einsöngvarar virð- ast vinna kór sínum meira gagn og betra með því að flytja yfirlætislausa kórrödd sina heldur en að færast i fang umsvifamikla og vandkveðna sóló- röcld. Þessi samt sjálfstæða viðleitni verður því alltaf betur metin í fámenn- ara hópi og i heimahúsum. Um kórinn sem heild mætti helzt telja honum til vöntunar, að sópraninn skortir meiri róm- fyllingu, og einstakar radclir draga um of af sér á þýðingarmiklum stöðum, sem heimta skýlausa dirfð til að hæfa mark- ið. Þessum sálrænu hindrunum ætti þó með litilli fyrirhöfn að mega ryðja úr vegi, hinum vel uppalna kór til hins bezta farnaðar. Og haldi söngstjórinn áfram þeirri stefnu, sem hingað til hefir mótað kórinn, er tvímælalaust ástæða til að vænta hins bezta af honum í komandi framtíð. Þorsteinn H. Hannesson lét til sin heyra á hornrekutíma bióhljómleikanna laust fyrir miðnætti; i önur hús er ekki að venda. Þrátt fyrir það var húsið fullskipað; er það góðs viti, er ung- um mönnum er sýndur áhugi og stuðn- ingur á braut sinni að settu marki. Þor- steinn býr yfir miklum þrótti og allgóðum raddhreim, en efra svið raddarinnar þarf að þroskast frekar og vaxa að fyllingu og samfelldleik. Tónskjmjun Þorsteins verður einnig að þjálfa miklum mun bet- ur, þvi að klukkuhreinir tónar eru aðals- merki allra tónlistarmanna — ekki sizt söngvara. Efnisskrá Þorsteins var ekki lögð að beztum hætti, þar gætti of mikið hversdagsleikans, of litið af nýrri til- l)reytni. Yfirleitt gengur islenzkum söngv- urum örðuglega að finna gullinn meðal- veg i verkefnavali, þó að margt sé til, sem þörf er á að flytja i tiltölulega ung- um tónlistarbókmenntum íslands. Hið gullfallega ljóð Sigurðar Sigurðssonar frá Arnarholti, Söknuður, reyndist ekki fá nógu örugga túlkun í meðförum Þor- steins; hinsvegar tókst Sólin ei hverfur miklum mun betur, enda hefir Björg- vin Guðmundsson gert hér skriðmikla uppsetningu í hollum en kaldrænum hreyfistíl, er verkar sem tært bergvatn eftir of mikla lýríska andagift í löngu liðnum ,,lied“-stíl. Hér virtist Þorsteinn sýna visi að verðandi óratóríu-söngvara frekar en ljóðalagasöngvara. Victor Ur- bantschitsch, greiddi götu söngvarans ineð vel tillöguðum og settum undirleik. Hallgrímur Helgason, Tveir kornungir listamenn, þeir Guð- mundurjónsson söngvari ogEinar Mark- ússon píanóleikari, efndu til eigin tón- leika í Gamla Bíó. Eru þeir báðir á förum utan til náms, og má geta sér þess til, að tónleikarnir hafi verið haldnir í þeim tvöfalda tilgangi að þyngja ofurlitið far- arsjóðinn og að tryggja sér samhug tón- listarvina hér heima um leið og lagt væri frá landi. Þetta hvorttveggja mun hafa

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.