Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 28

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 28
18 TÓNLISTIN Hljómleikalif Reykja vikur Frh. af bls. 15 eitt af gildustu né hugnæmustu verkum meistarans. Af Brahms-lögunum söng kórinn allur hiÖ alkunna Nánie vit5 texta Schillers. Þá voru fimm þýzk þjóðlög fyrir minni kór með forsöngvurum, en það voru þau Svava Einarsdóttir, Svava Þorbjarnardóttir, Sigfús Halldórsson og Gunnar Kristinsson. SkiluÖu þau öll hlut- verkum sínum meÖ prýði, en þess skal þó getið hér — án þess að þaÖ eigi frekar við þessa söngvara en fjölda annarra — hversu ábótavant er textameðferð flestra hjávirkra söngvara hér (ógreinilegir sam- hljóðar og afbakaðir sérhljóðar). Ástar- valsana söng tvöfaldur kvartett með fjór- hentum undirleik, og var þessi liður efn- isskrárinnar síztur og ójafnastur að út- færslu allri, og er þó ekki átt við hendan- legt óhapp einnar söngkonunnar. Menn furðar á því, i hversu mörg horn dr. Urbantschitsch tekst að líta í einu og vanda þó aljtaf jafnt frágang þess, sem hann l)er fram. Undirleikinn annaðist Fritz Weisshappel og veitti kórnurn góð- an stuðning með leik sínum. Starfsemi Tónlistarfélagsins var í dauf- ara lagi framan af í fyrra vetur, og mun vera um að kenna húsnæðisvand- ræðum og fleiri örðugleikum. En slíkt hið sama má raunar segja um alla tónlistarstarfsemi lrér í l)æ. Iivað er t. d. orðið um tónleikahald Háskólans, sem fór svo ágætlega af stað fyrir fáeinum áruni? Það hjakkaði lengi í sama farinu — og virðist nú hafa lognazt út af að fullu. Því verður þó ekki neitað, að Há- skólinn hefir góðar aðstæður til þess að efla tónlistarlífið hér í bæ og að því er virðist góðan vilja líka, en hann mun tæplega hafa notað sér alla möguleika, sem til voru, til ])ess að skapa næga fjöl- breytni. A fjórðu tónleikúm Tónlistar- félagsins á sunnudaginn var léku þeir Björn Ólafsson og Árni Kristjánsson c-moll sónötu Griegs fyrir fiðlu og píanó og tríó Tónlistarskólans, Björn, Árni og dr, Edelstein, hið mikla tríó Tschaik- owskys op. 50, sem tileinkað er minningu Nicholaus Rubinsteins. Bæði þessi tón- verk hafa þeir félagar áð'úr lieyrzt leika í útvarp, og varð það nú greinilegt, hversu mikið útvarpið gleypir af fegurð tónverka. Varð því ekki lítill fengur í að heyra verkin í hljómleikasal. Á þetta sér- staklega við um trióið, sem er alllangt og illa aðgengilegt fyrir allan þorra áheyr- enda í fyrsta skipti en opinberar liins- vegar æ nýja fegurð, því oftar sem menn heyra það. Þeir félagar léku viðfangs- efnin af þeirri ósviknu tónlistarmennsku, kunáttu og vandvirkni, sem hefir þegar skipað þeim í svo háan sess meðal ís- lenzkra tónlistarmanna. Sumir hefðu ef til vill kosið ,,appassionato“-kaflann í sónötunni ögn skapmeiri og síðasta kafl- ann heldur villtari, en þegar urn er að ræða jafn prýðilega útfærslu og hér, verða það þó alltaf listamennirnir sjálfir, sem eru þeir dómarar er ekki verður deilt við um skilninginn. Tschaikowsky-tríóið cr rnjög stórbrotið að hugsun allri. Gætir þar á köflum mjög symfóniutónskáldsins mikla. er hugsar frekar í ,,þykkum“ or- kesturhljómum en fínum tónblæ þriggja einleikshljóðfæra. Var fyrir þá sök sér- staklega aðdáanlegt, hvernig þeim þre- menningunum tókst að gefa verkinu heildarsvip og hljómfegurð og forðast alla ofraun ktaftanna. Nýju hljóðfærin, sem ])eir léku á, Björn og dr. Edelstein,' áttu auðvitað sinn ])átt í þessu — en veld- ur, hver á heldur. Það er mjög bagalegt, að Tónlistarfélagið skuli svo sjaldan nú orðið geta endurtekið hljómleika sína fyr- ir aðra en félagsmenn, því að tónlistar- áhugi hér í bæ er nú með mesta móti. Þegar svo er ástatt, er mjög aðkallandi að ná til þeirra sem vilja heyra og kenna þeirn að hlusta. Áhuginn dofnar fyrr en varir, ef hann fær hvergi næringu. Og Tónlistarhöllin á langt í land enn. En hvers vegna höll? Þegar menn eiga ekki þak yfir höfuðið, reyna þeir að fá sér eitthvert skýli, en ráðast ekki strax í hallarbyggingu. Það væri illt, ef jafn mikil nauðsyn og tónlistarsalur þyrfti að bíða vondu áranna, vegna þes§ að á

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.