Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 30

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 30
20 TÓNLISTIN um ákaft lof i lófa fyrir létta og heil- næma clægrastyttingu um miðnæturstund. Emil Thoroddsen. Músík-kabarettinn hélt nokkrar skemmtanir i Gamla Bíó. Á skemmtiskrá voru 21 atriÖi, að meðtöldu því, sem kall- að var millileikur. Bæjarbúar hafa und- anfarið haft nokkur kynni af svipuðum skemmtunum, en það er óhætt að segja, að Joessi er sú langlélegasta, sém enn hefir verið haldin. Það er rétt að skýra frá því, að ,,söngtríóið“ söng falskt; síð- ast í flestum lögunum voru stúlkurnar hálfum tóni hærri (stundum lægri) en hljómsveitin. 1 hljómsveitinni voru fimm menn, og var það alveg undravert, hve illa Jteim tókst. Sennilega mun harmóniku- leikarinn hafa verið skástur. Skal ekki hirt um að kryfja hvert atriði til mergj- ar. En að lokum má geta þess, að að- göngumiðinn kostaði 20 krónur. Skemmt- unin byrjaði að minnsta kosti io mínútum of seint, og fjöldi fólks fór út áður en henni var lokið. S. Urn nokkurra ára skeið hefi ég hlustað á samsöng Karlakórs iðnaðarmanna og dáðst að þeim frainfaraskrefum, sem kór- inn hefir stigið með ári hverju, þrátt fyrir mikla örðugleika hans á ýmsum sviðum. En hann hefir sigrazt á þeim öllum og haldið ótrauður áfram að því marki, sem söngstjóri hans og eðlilega söngmennimir sjálfir hafa sett sér. En nú hefir orðið sú breyting á högum Karla- kórs iðnaðarmanna, að söngstjóraskipti hafa oroið síðan kórinn lét heyra til sín síðast. Eg hlustaði á samsöng kórsins, ekki af gömlum vana eingöngu, heldur meðfram vegna þess, hversu einn af beztu tónlistarmönnm okkar skrifaði glæsilega um söng kórsins nú, en einkan- lega þó um nýja söngstjórann, Robert Abraham. Af grein E. Th. er svo að sjá, sem Karlakór iðnaðarmanna hafi um- skapazt við söngstjóraskiptin — jafn- vel raddir söngmannanna hafi nú tekið á sig ..menningarbrag", sem kórjnn, að áliti E. Th., virðist ekki hafa haft fyrr en Robért Abraham tók við söngstjórn- inni. Að minni hyggju býst ég við, að ,,menningarbragur“ kórsins sé eingöngu fólginn i því, að nú syngur kórinn svo „dempað“, að naumast heyrist, hvort raddirnar eru hreinar eða ekki. Og ef slikt er talinn „menningarbragur", þá gef ég lítið fyrir hann. Samsöngur kórs- ins fór vel fram og hefir eflaust verið eftir Iistarinnar reglum, enda er ekki við öðru að búast, þar sem söngstjórinn hef- ir notið ,,alhliða“ menntunar á tónlistar- sviðinu. Eg leyfi mér, virðingarfyllst, að birta hér kafla úr grein E. Th.: „Sam- söngurinn bar vott um afburða kór- stórnarhæfileika Roberts Abrahams, því að honum hefir tekizt á skömmum tíma að gera úr Karlakór iðnaðar- manna kór, sem er fær um að leysa hin erfiðustu verkefni af hendi með mestu prýði, og var þetta þó áður kór, sem virtist ekki hafa nema miðlungs þróunar- möguleika. En nú kom áhorfendunum raunar hvorttveggja í senn gleðilega á óvart, hvcrsu góð stjórnin var og hversu söngmönnunum sjálfum virðist hafa vax- ið ásmegin siðan kórinn lét heyra til sín siðast.“ Og síðast í niðurlagi greinar- innar ritar E. Th.: „Það má óska Karla- kór iðnaðarmanna til hamingju með þær gleðilegu framfarir, sem hann hefir tekið undir nýja söngstjóranum." Hér er markalina milli fortíðar og nútíðar Karla- kórs iðnaðarmanna svo greinilega dreg- in, að eigi verður um villzt. Lof er gott, en hollast er það hverjum og einum i hófi. Of stór skammtur af slíku getur valdið kyrrstöðu, og þá er verr farið en heima setið. Eg vil taka það fram, áður en ég dæmi um söng og söngskrár- verk K. I. að þessu sinni, að ég er ekki dómbær á slíkt sem skyldi. Eg tala því máli minu sem leikmaður beint „út úr pokanum". Að mínu áliti var söngskráin ekki aðgengileg fyrir almer.ning. Þrátt fyrir það þótt E. Th. teldi það „lofs- vert, að flest lögin á söngskrátini voru ný í eyrum reykvískra hlustenda", þá hefði að skaðlausu ejnnig mátt hafa þar

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.