Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 35

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 35
TONLISTIN 25 iÖ mjög nána líkingu þess upp í fjórÖa kafla oktetts síns op. 166, 7. tilbrigÖi, og Franz Liszt vinnur 1849 úr þvi þrung- inn, saknaðarsöng („Tröstungen“, Nr. 2). Hin ólíklegu ummæli Schuberts sjálfs: ..ÞekkiÖ þér glaðværa tónlist ? Ekki ég!“ -— virðast tæplega fá staðizt eðlilega gagn- rýni eftir kynni af þessum síðasta sym- fóniukafla — eins og reyndar margra annarra kafla í verkum Schuberts. Sá, sem einna mest og bezt mótaði arf og starf Schuberts, — fyrir utan Beet- hoven — var skáldkonungurinn Johann Wolfgang von Goethe. Án persónulegrar viðkynningar hans tókst Schubert að dýpka fjölmörg ljóð hans með lagsetn- mgu sinni, sem hann siðan sendi Goethe árangurslaust með nokkrum undirgefnis- orðum, eins og Berlioz þremur árum siðar. Annað tónskáld — 12 árum yngra — átti betra láni að fagna í skiptum sínum við skáldjöfurinn í Weimar; á meðan Schu- bert stendur með stafkarlsbúnað fyrir dyrum hans, situr Felix Mendelssohn dýrar veizlur með höfundi Fausts. Þrettán ára gamall hafði Mendelssohn verið leiddur i hús hans, siðfágaður, skynsam- ur og vel uppalinn piltur; og Goethe áleit hann kjörinn til að gegna hlutverki Da- víðs og leysa sig með hörpslætti undan vondum draumum í veikindum og sorg. í þakklætisskyni fyrir holla uppörfun og mikla viðurkenningu tileinkaði Mendels- sohn honum h-moll-pianókvartett sinn, op. 3. sem hinn silfurhærði öldungur þakk- aði i „fögru ástarhréfi". Vegur Mendels- sohns liggur torfærulaus einrtig að öðru leyti heinn og óslitinn til hinnar mestu frægðar. Aðeins 18 ára að aldri semur han eitt af sínum langheztu verkum, for- leikinn að ,,Jónsmessunæturdraumnum“ eftir Shakespeare, þar sem hann sýnir furðulegt vald á formi og tækni; 17 ár- um síðar semur svo Mendelssohn lögin við allan æfintýraleikinn — að tilhlutan hins listhneigða þjóðhöfðingja, Fried- rich Wilhelm IV., konungs i Prússlandi — þar á meðal hæði kvöldsönginn og brúðhiónalagið. sem „Hljómsveit félags Islenzkt tónlistarlíf Söngskemmtun héldu á Akureyri Dav- ina Sigurðsson og Einar Sturluson. A söngskrá voru 12 einsöngslög og 3 tví- söngslög (dúettar) eftir íslenzka höfuda, Björgvin Guðmundsson, Sigfús Einars- son, Sigvalda Kaldalóns og Sigurð Þórð- arson. Mörg hinna erlendu viðfangsefna voru úr frægum óperum, svo sem Faust, La Traviata og Brúðkaupi Figaros. — Söngvurunum var tekið með miklum ágætum. Sérstaklega vakti Davina Sig- urðsson geysilegan fögnuð tilheyrenda með sinni þróttmiklu og vel skóluðu rödd. Tilheyrendur voru þvi miður alltof fáir, því að Akureyringar sátu flestir heima og létu þessa óvenjulega listrænu söng- skemmtun fara fram hjá sér. Undirleik annaöist Páll Kr. Pálsson með prýði. Karlakór Reykjavíkur hefir gefið 1000 krónur til Vinnuhælissjóðs herklasjúkl- inga. í hréfi kórsins til vinnuhælisnefnd- ar stendur, að upphæðin skuli renna 5 sjóð til kaupa á hljóðfærum til hælisins. Landssamband blandaðra kóra og kvennakóra. 5. aðalfundur Landssamhands bland- aðra kóra og kvennakóra var haldinn i Reykjavik i júli. — Á fundinum mættu 8 fulltrúar frá 6 kórum. Einn nýr kór hættist i sambandið. Samkór Reykjavik- ur. Eru nú 8 kórar i sambandinu og kór- félagar alls um 300. — Til söngkennslu hafði verið varið á árinu kr. 1650,00 og til útgáfu sönglagaheftis kr. 750,00, og áður hafði L. B. K. gefið út annað söng- lagahefti. Áætlað er. að á næsta ári verði kr. 6000,00 varið til söngkennslu óg til sönglagaheftis kr. 1800,00. Allmiklar um- islenzkra hljóðfæraleikara" flutti nú á þessum fvrstu hljómleikum sirium. HallgrímUr Helgason.

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.