Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 40

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 40
30 TÓNLISTIN lag: ÖkuljóÖ, C. Kreutzer: Þér risajökl- ar, Páll H. Jónsson: Eg geymi ennþá eldinn, SigurÖur Sigurjónsson: í ránar- íaðm, Mozart: Vögguvísa. Jón Björns- son: Björt nótt, Gísli Jónsson: Vormenn íslands, Friðrik A. Friðriksson: Með fákum, Sigvaldi Kaldalóns: Island ögr- um skorið, Bjarni Þorsteinsson: Sólin rennur, Reissiger: Það laugast svölum, Sigfús Einarsson: Minningaland, Svein- björn Sveinbjörnsson: Lýsti sól. Jakob Tryggvason stjórnaði lúðrasveit, er lék á Akureyri hátíðardaginn 17. júní á Ráðhústorgi; einnig sungu þar karla- kórinn Geysir og Karlakór Akureyrar undir stjórn Ingimundar Árnasonar og Jóhanns Ó. Haraldssonar. Hinn síðar- nefndi kór söng nýtt lag við hátíðaljóð Jóhannesar úr Kötlum. Vakti lagið fögn- uð áheyrenda, er voru geysimargir, og varð kórinn að láta undan þrábeiðni við- staddra og tvísyngja það. Lagið hafði ekki verið sent til úrskurðar dómnefnd þeirri, er um hátiðalögin átti að fjalla. Frá Vestmannaeyjum. Lúðrasveit Vestmannaeyja tók á sín- um beztu tónum þjóðhátíðardaginn og lét ekki sitt eftir liggja, til þess að dagur- inn mætti fá sem skýrast mót minning- arinnar um fullt frelsi og óskorað sjálfs- forræði. Til frekari skemmtunar bauð Karlakór Vestmannaeyja list sína öllum hátíðagestum til óblandinnar ánægju. Frá Neskaupstað. Við þjóðhátíðina á Norðfirði kom fram blandaður kór undir stjórn Sigdórs Brekkan, og sómdi hann sér vel í skarti hins tígulega og tilkomumikla íslenzka þjóðbúnings. Frá Seyðisfirði. Söngurinn myndaði sinn sterka þátt í lýðveldishátíðinni á Seyðisfirði með karlakórsöng undir umsjá Jóns Vigfús- sonar. En ekki var minna um vert bland- aðan kór Steins Stefánssonar, og eykst nú sem óðum útbreiðsla söngfélaga með blönduðum röddum. Frá Hafnarfirði. Sönggyðja Hafnarfjarðar lét heldur ekki þögul þjóðhátíðina frani hjá sér fara. Karlakórinn Þrestir söng í Bíó- húsinu undir stjórn Garðars Þorsteins- sonar og blandaður kór undir stjórn Sig- urjóns Arnlaugssonar á Hótel Björninn, og var söng beggja kóranna tekið með miklurn feginleik. Frá fsafirði. ísafjörður tjaldaði sínu fegursta skarti 17. júni. Sunnukórinn söng við hátíða- guðsþjónustuna og við Stórurð undir stjórnánda sínum, Jónasi Tómassyni, og hafði lúðrasveit sér til aðstoðar. Síðar söng Karlakór Isafjarðar undir stjórn Högna Gunanrssonar, og lúðrasveit lék i Alþýðuhúsinu. Frá Stykkishó'lmi. LýÖveldishátíðin í Stykkishólmi hafði á að skipa tveimur kórum, karlakór og blönduðum kór, sem báðir hjálpuðu til að setja hátiðlegan f jölbreytnisblæ á skemmtanir þessa óskadags íslendinga, svo sem tilefni gafst og efni stóðu til. Var góður rómur gerr að söngnum. Frá ólafsfirði. Karlakórinn Kátir piltar annaðist söng- inn á þjóÖhátíð Ólafsfjarðar undir leið- sögn Sigursteins Magnússonar, og var óspart tekið undir af hátíðargestum. Var veður bjart og gott og allur svipur há- tíðahaldanna hinn ánægjulegasti. Frá Sauðárkróki. Eyþór Stefánsson og kirkjukór hans, önnuðust söng við hátíðarmessu á lýð- veldishátíðardaginn í Sauðárkrókskirkju. Á íþróttavellinum sungu karlakórarnir Heimir undir stjórn Jóns Björnssonar og Ásbirningar undir stjórn Ragnars Jónssonar. Fluttu þeir síðarnefndu nýtt lag eftir Eyþór Stefánsson, senr samið hafði verið í tilefni dagsins, við Ijóð Frið- riks Hansens, og hefir lagið þegar verið prentað í sérútgáfu. Auk þessara skemmti- söngatriða, var almenningssöngur með allsher j arþátttöku.

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.