Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 42

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 42
32 TÓNLISTIN Endursagt úr tónheimum Um söng í Bessastaðaskóla. i. Úr bréfi séra Arngríms Halldórs- sonar á Bægisá, dagsettu í BessastaÖa- skóla 28. febrúar 1835 til skólabróÖur hans í Kaupmannahöfn: „Mjög er nú hljótt í söngvasæti etc. Þa'Ö er nú aldrei, sem maÖur getur feng- iÖ að heyra sungið, nema tvisvar í vetur hefir Snorri (prestur Sæmundsson á Desjarmýri, dáinn 1844) komið hér, en ekki er að spyrja að hljóðunum, en þó þótti mér þín hljóð sætari og mátulega sterk. Eg er orðinn eins og rifin roila í barkanum, enda er ég aldrei hreinn ntma helzt eftir grautinn. Að sönnu komu hér tveir Novi (nl. nýsveinar), Stephán Páls- son og hans bróðir Siggeir, í haust, sem hafa góð hljóð, en Stephán er corr- uptus (nl. hefir skemmt sig), því hann hefir svo mikið við, en Siggeir er óstjórn- legur enn þá og engin lögun komin a hljóðin í honum. Reykjalín (nl. séra Jón) er rétt góður, eins og þú manst til, en það er verra, að hann er svo veikur í lögum; til dæmis í vetur einu sinni villt- ist hann i liassanum í þessu lagi: Guð miskunni nú öllum oss etc., sem er hér ]>ó algengt lag. Oft hefir Justitsraadeu (þ. e. Bjarni Thorarensen) sungið hér í vetur, en það er ekki annaö orðiö eftir af honum en undirbassinn. Sv ./.a fer öllu aftur hjá okki;r að mér fmnst. lagsmað- ur, í þessu cfui, ug þykir mér þó vont. Eg er að kúga þá til að syngja, en það dugir ekki. Eg vildi einasta, að þú værir kominn hingað í vor eftir að skóla verð- ur sagt upp, til að raula með mér eiu- staka vers, ef svo fer sem til stendur, að ég verði hér til lestanna; en hvað duga þessar óskir? Fata et ordo rerum (þ. e. örlögin og rás viðburðamv-i) skammta ganginn.“ 2. í bréfi dagsettu 26. febrúar 1833 á Bessastöðum frá sama manni til'áður umgetins skólabróður er enn getið séra Jóns Reykjalins: „Hann hirðir heldur eigi um að læra lögin, þó ég kynni að kunna eitthvað fram yfir hann; ég hefi þó grætt nokkuð þetta árið, ég hefi lært lagið: Hátt upp í hæðir, og af Múller í vor nýtt lag við Integer vitae (þ. e. fölskvalaus i líferni, 1. ljóðabók róntverska skáldsins Horati- us, 22. kvæði). Áður var ég búinn að læra nýtt lag við: Heimili vort og húsin með. Ég söng það einu sinni í kirkjunni við hjónavígslu í haust, og þá varð Egil- sen og doctorinn (þ. e. Hallgrimur Sche- ving) öldungis innteknir í þvi; á dögun- um, þegar kóngs hátiðin var hér, bað Egilsen okkur að syngja og söng sjálf- ur með: Ó, þú göfuglega þrenning og Kom helgi andi hér, og þá dáðist hann innilega að, og þetta máttum við hafa allt kvöldið. Annars hefi ég ei séð Egil- sen annan tima glaðari, því að hann lék sér eins og lamb.“ Smmanfari 1893. Athugasemdir um íslendinga, eftir Loðvík Kristján Miiller. Þar segir svo á einum stað: „Allur söngur, að kalla má, lætur þeim illa, og jafnvel unglingarnir bera varla við að syngja mestu gamanvísur nema með liksöngslagi.“ Fjölnir, fyrsta- ár, 1835. íslenzk menning á tímamótum. Jafnvel á þeim sviðum æðri menning- ar, þar sem erfðahlutur okkar var veiga- minnstur, hefir þjóðin þegar sýnt, að hinar skapandi gáfur hennar eru ríkar og sérstæðar. Viðleitni hinna yngstu tón- . smi'Öa hefir stefnt í rétta átt, þó að ekki hafi ef til vill á sviði tónlistarinn- ar tekizt að fullu að skapa enn sem, kom- ið er hið þjóðlega, sérstæða og sérkenn- andi, samfara fjölbreytni og tæknilegri fullkomnun á alþjóðlegan mælikvarða. . . Guðmnndur G. Hagalín (útdráttur), Alþýðublaðið, 17.6. 1944.

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.