Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 5

Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 5
TÓNLISTIN 3 Tæplega tvítugur, 1880, byrjar Sig- tryggur að safna þjóðlögum, og mun hann því vera elzti skrásetjari ís- lenzkra þjóðlaga, að undanskildum Árna Beinteini Gíslasyni og Guð- mundi Þorlákssyni, sem skrifuðu upp nokkur lög fyrir þjóðfræðasafn- arann landskunna, Ólaf Daviðsson, aðallega lög, sem Ólafur hafði lært á unga aldri i Eyjafirði og Skaga- firði. Síðar, eða um 1890, safnaði svo Sigtryggur þjóðlögum eftir heiðni Bjarna Þorsteinssonar, og er margt þeirra geymt í riti Bjarna „íslenzk þjóðlög“. Má eflaust full- yrða, að frá liendi eins manns séu lög Sigtryggs ])au heztu i safni þessu. enda þótt höfundur ritsins hafi vik- ið sumum eilítið við. Þjóðlag lians við 41. passíusálminn, „Um land gjörvallt varð yfrið myrkt“, verð- ur seint fullþakkað; svo mikil trú- arkynngi og hjargföst alvara stafar úr því lagi, að mjög fá kórallög hinnar evrópisku siðbótar standast þann samanburð. Sigtrvggur á þvi láni að fagna strax i bernsku, að kvnnast ekki aðeins lögum þjóðar- innar af munni föður sins. heldur tekur hann líka mjög fljótt ást- fóstri við hið forna og æruverðuga hlióðfæri þjóðarinnar — langspilið. Föðursvstir hans, Jóhanna Jóhann- esdóttir, lék prvðilega á þetta ramm- islenzka söngtól, svo að langt bar af öllum öðrum nálæcum hlióðfæra- leikurum. Hún hafði nefnilega lag á hvi að „vihrera“, en það var há miörr fátítt. Þessar fingerðu sveifl- ur tóku hug drengsins föstum tök- mn svo að hann einsetti sér að læra þessa list. Með torsóttu sjálfsnámi lókst lionum um síðir að temja sér hogadrátt og grip þessa virðulega tónmiðils. Og að því kom, að hon- um var falin sú virðingarstaða, að vera forsöngvari við liúslestra á heimili föður sins. Var þá nýútkom- in hin einraddaða sálmasöngsbók Pélurs Guðjónssonar með nýjum lögum. Fékk Sigtrvggur þá leyfi til þess að hætta vinnu klukkan átta að kvöldi gegn því, að haiih kynnti sér nýju lögin, sem nota þurfti við lesturinn, gæti skilað þeim snurðu- laust á langspilið og kennt öllu heimilisfólkinu að syngja þau. Önn- ur ný veraldleg lög'lærði Sigtrygg- ur svo fljótt sem auðið var. Voru þau oft nefnd dönsk lög, svo sem „Stig heilum fæti á helgan völl“. Veturinn 1884—85 stundaði hánn nám í Alþýðuskólanum á Akureyri hjá Guðmundi Hjaltasyni, og var þá jafnframt söngkennari skólans og organisti við Akureyrarkirkju. Sigtryggur settist í Latínuskólann 1888 og lærði söng hjá Steingrími Johnsen, sem þá kenndi við skól- ann. Auk þess söng hann lenór við guðsþjónustur hjá .Tónasi Helga- syni. Kandidatspróf í guðfræði tók hann 1897 og gerðist síðan kennari i Reykjavík við sérstaka deild harnaskólans í Framfarafélagshús- inu vestan við Hlíðarhúsastig. Seg- ir Sigtryggur svo sjálfur frá, að þar hafi hann átt einna erfiðasta vinnu- daga. Árið 1898 vígist liann austur í Þistilfjörð, flyzt ári seinna að Þór- oddsstað í Köldukinn og hafnar að síðustu á Núpi í Dýrafirði 1905, þar sem hann hefir verið bufastur sið- an, gegnt erilsömu prestsstarfi og

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.