Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 6

Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 6
4 TÓNLISTIN veitt forstöðu héraðsskólanum á Núpi. Víðtæka kennslu iiefir hann haft á hendi við þann skóla og m. a. kennt þar söng frá 1907 til 1936. Þessi er í stuttu máli æfiferill Sig- tryggs Guðlaugsonar. Hann er hvorttveggja í senn furðulegur og aðdáunarverður: Furðulegur vegna hinna erfiðu aðstæðna, sem söng- gáfa Sigtryggs var hneppt i, og að- dáunarverður vegna þeirra afkasta, sem nú eru kunn öllum þeim, sem til þekkja. Æfi Sigtryggs sýnir, hvers vænta má af viljasterkum manni, þegar saman fer einlæg ást og visindaleg varfærni, jafnvel þótt öll ytri skilyrði virðist andstæð sæmilegum árangri. Og þó er ótalin enn ein þraut, sem Sigtryggur hef- ir levst á undraverðan hátt: laga- smiði, svar heilahrota hans um sam- ræmi tónsins. Sjálfmenntaður hef- ir hann eftir ítrustu getu krufið til mersiar samsvörun radda í fiór- rödduðum tónhálki, og ávöxtur þeirrar dvrkevptu niðurstöðu er mikill fiöldi laga fyrir hlandaðan kór. Eitt þeirra hefir verið flutt á hliómleikum i Revkiavík af „Sunnu- kórnum“ frá ísafirði, undir stjórn Jónasar Tómassonar, „Heilagur, heilagur“, og ber það vott hinni sannleiksleitandi þrautseigiu og djúphvali skanara síns. Heiti þess er og teiknandi fvrir giörvalla lífs- stefnu þessa hógláta tónhugsuðar: list tónanna hefir honum ætið ver- ið heilög. Af einskæru litillæti og tiöinmannlegri prúðmennsku hefir hann aldrei flikað gjörhugsuðum tilraunum sinum á þessu sviði, held- ur kosið að lofa þeim að þróast i einrúmi. Þær hafa jafnan verið hans einkamál og hans helgimál. íslenzk tónlist mun ávallt minn- ast þjóðlaganna og langspilsins á Þremi sem dýrmæts fyrirheits fyrir framtíð alla. Enginn íslenzkur tónL listarmaður, sem tekur ástfóstri við uppsprettu íslenzkrar tónlistar — þjóðlagið, — gelur þegjandi gengið fram hjá liinum gæfuríka bónda- svni í Garðsárdal. Svo einlæg og skýlaus er játning hans, og svo traust er trú lians á gildi hinna þjóðhornu tóna. Nýir straumar eru því aðeins þroskavænlegir fyrir þjóðlíf vort, að þeir lúti kjarna þeim, sem öldum saman hefir mynd- að uppistöðu hugsana vorra í orð- um, myndum og tónum, — og sam- lagist honum af líffræðilegri nauð- syn. Nýi tíminn verður þvi ætið að heina öðru auga sinu til fortíðar- inar og hlúa sem hezt að þvi, sem bar hefir skotið frjóöngum, þótt hað i fljótu hragði máske aðeins virðist vera vanþroska visir. Sigtrvggur Guðlaugsson á Núpi i Dýrafirði er gildur fulltrúi þeirra fjölmörgu kvnslóða íslands, sem til hinzta dags hafa verið trúar innstu hugsjón sinni, þótt um þær hafi óbvrlega hlásið. Og það er heitasta ósk hans, að sem fyrst verði þjóðin þess um- komin, að greiða þá uppeldislegu skuld, sem á henni hvílir. svo að ungir og óbornir fái notið þeirra hæfileika, sem unplag þeirra stend- ur til. Kennimaðurinn og kennar- inn á Núpi getur litið i eigin barm. Hann ber uppeldi þióðarinnar fvr- ir brjósti, og hann vill ógjarna, að uppvaxandi íslendingar fari var-

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.