Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 12

Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 12
10 TÓNLISTIN eiginlega aðeins 200 ár — þá getur liún líka bent á nokkrar hliðstæður. Þar á nieðal eru bæði Bach og Beel- hoven, og báðir ljúka þeir merkileg- um þróunartímabilum, sem skilin eru að um tæpa öld. Líf þeirra er að öðru leyti mjög ólíkt. Beetboven er ekki gæddur umburðarlyndi og samlögunarhæfileika Bachs; hann afber engar þjóðfélagslegar höml- ur; hann er sannleikselskandi bylt- ingarmaður, sem brýtur af sér öll bönd ófrelsis og kúgunar til þess að geta vegsamað frelsið með lífi sínu og æfistai-fi. Hann er líka svo lánsamur að eignast trjrgga vini, sem vita að hann þolir ekki að vera ann- arra þjónn eða öðlast lífsviðurværi sitt með kennslu eins og Bacli og Mozart höfðu orðið að láta sér lynda. Furstar og erkihertogar voru öruggir fjárhagslegir stuðningsmenn hans án þess að krefja hann nokk- urs endurgjalds eða skerða frelsi hans hið minnsta. í æsku var Beethoven eins og flestir Rinarbúar glaðlyndur og skemmtanafús, þrátt fyrir hina þungu flæmsku blóðblöndun, því að afi Beethovens var hollenzkur hljómsveitarstjóri, sem liafði flutzt frá Antwerpen til Bonn fyrir miðja 18. öld, og faðir hans var tenór- söngvari við hirð kjörfurstans í Bonn. Beethoven er því kominn af tónlistarætt alveg eins og Bach, og hefir sú líffræðilega staðreynd á- reiðanlega valdið miklu um stór- kostlega hæfileika hans, því að hér sannast einnig hið fornkveðna: Smekkurínn sá, sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber. Eftir að Beethoven fluttist frá fæð- ingarborg sinni Bonn og til Vín, 22 ára gamall, tók bann tilsögn í tón- fræði lijá Haydn, og brást eitt sinn mjög reiður við, er kennaranum bafði sést yfir nokkrar villur, sem slæðst liöfðu inn í æfingar hans. Sýnir þetta frábæra samvizkusemi hans og sannleiksást, sem myndaði höfuðuppistöðuna í öllu líferni hans, ásamt óbugandi viljafestu. Beethoven tekur við arfleifð Haydns og Mozarts, en þeir höfðu fyrstir mótað hið svokallaða klassíska form, sem leggur aðaláherzlu á eina lagrödd með undirspili í mótsetn- ingu við Bach, sem gerði öllum rödd- um jafnhátt undir höfði. Haydn skrifar stef sín gjarna eftir nótum þríhljómsins og leitar þar með til hljóðfæranna; stef Mozarts eru aft- ur á móli betur fallin til söngs. Sym- fóníur Haydns hafa stundum í al- þýðlegu tali verið kallaðar löng lög með undirspili. Mozarl dýpkar und- irleikinn og bætir við nýjum hljóm- um. Beetlioven gefur undirspilinu enn frekara gildi með því að auka hlutverk lágraddanna og bassaradd- anna og ná þannig fram miklu hljómmagni. En höfuðmunurinn á Beethoven og Bach liggur í ólikri hljóðfallsmeðferð þeirra. Orgel Bachs var ekki örfandi fyrir liljóð- fallsbundinn dans; afmarkaður takt- sláttur var ekki sterkasta hlið þessa ldjóðfæris, en samt sem áður lá hljóðfallið hulið í hinu fljótandi stíl- formi þessa tíma. Haydn og Mozart litu hinsvegar á hljóðfallið sem hjartslátt tónlistarinnar, án þess var ekkert lifandi lag til. Það var

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.