Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 23

Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 23
TÓNLISTIN 21 KVNIMINGARKVÖLD meÉ íiíenzlvun fjó&lö ocjum Sumarið 1944 fór undirritaður ferð um Vestfirðingafjórðung til þess að kynna íslenzk þjóðlög. Var efnt til skemmt- ana af þessu tagi á tólf stöðum þar sem haldin voru stutt erindi um eðli þjóðlags- ins og tilgang þess og síðan flutt mörg dæmi um lögin sjálf, sungin og spiluð, ásamt skýringum um byggingu og tilefni laganna, hvort sem voru það kvæðalög, vísnalög, tvísöngslög eða sálmalög. Var för þessi farin til uppfræðslu í þeim efn- um íslenzkrar sönglistar, sem mestrar at- hygli þarfnast, til þess að hér spretti upp sjálfstætt og sérstætt músíklíf, enda var aðgangur frjáls og heimill öllum. Þjóð- lögin eru sprottin beint úr gróðurskauti landsins og hljóta því að bergmála þa grunntóna, sem tíðast hafa borizt hlustum landsmanna á umliðnum öldutn. En þar fyrir verður ekki fullyrt, aö þjóðlögin heyri einungis fortíðinni til sem einskonar forngripur, eins og oft mun álit manna. Ijó'iogin halda áfrat.i að verða til svo lengi sem fólk hefir yndi af Ijóðum og langar til að syngja þau. Þannig skap- ast enn þann dag í dag talsvert af lögum við ýmis ljóð og stökur, sem ettgin lög eru áður til við. Þessi lög má einnig telja þjóðlög. Einrödduð eru þau fyrst raul- uð af vörum söngþyrstra, sem engin tök hafa á að búa lögum sinum annað gerfi en það, sem laglínan ein getur látið í té. Alþýðlegt sönglíf hlýtur að eiga sér styrka stoð i þessari viðleitni þeirra, sem sýna svo eindregna hæfileika til tjáningar sterkri laglínu, og íslenzk tónmenning verður að byggjast á þeiin grunni. öll tón- list, sem þroskavænleg er til uppeldis, a að leita upptaka sinna í einni allsherjar- hugsun, sem runnin er úr hugskoti þjóð- arinnar, og þangað hverfur hún aftur í hvert skipti sem hún hljómar. — íslenzk þjóðlög allra tíma eru samnef-iari fyrir þessa reglu. Og þessvegna skipta þau mjög miklu máli í öllu tónlistaruppeldi. Framhjá þeim verður aldrei gengið, svo framarlega sem hér á að rísa upp og vaxa rótfast og sérkennandi íslenzkt tór.menn- ingarlíf. Þessi fyrsta kynnisför vegna íslenzku jijóðlaganna lá um Stykkishólm, Flatey á Breiðaíirði, Patreksfjörð, Bíldudal, Þing- Það er gaman að sjá j)jóðlega tónlist endurrísa. En hér er við ramman reip að draga. Fólki finnst flest þjóðlög vor ekki falleg, og stafar það vitan- lega af því, að það er óvant þeim. Það er því vel til fundið, að koma þeim í skólabækur í hljóðfæraleik, til J)ess að venja menn við þau. Hið sanna er, að þjóðlög vor eru þunglyndisleg. En hvern- ig á annað að vera? í laginu við 41. passíusálnúnn („Um land gjörvallt varð yfrið myrkt“) endurskín svo mikil j)ján- ing liðinna kynslóða, samfara sérstökum innileik og tilbeiðslu til æðri máttarvalda. En lagið er meistaralega raddsett, og má ekki gleyma þvi,’ að joað gefur íaglínun- um mikið gildi, hvernig slíkt er af hendi leyst. Við tækifæri hefði ég gaman af að koma á framfæri tveimur eða jjremur passíusálmalögum, eins og ég lærði þau af föður mínurn sáluga. Uppistöðuna að sumum þeirra er að finna í þjóðlaga safni Bjarna Þorsteinssonar við passíu- sálmalögin, en að mínum dómi eru þessi fegurri. Mér hafði á stundum flogið í hug að raddsetja þau, en fann, að það var ekki á mínu færi. Hafið þökk fyrir hið mikla starf, að komast í samband við fólkið á vegum hljómlistarinnar, og Jjað mun sannast, að það verður ekki lítil lyftistöng til að hefja þjóð vora til sannr- ar tónmenningar. Bjarni Bjarnason, Brckkubœ í Hornafirði.

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.