Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 24

Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 24
22 TÓNLISTIN Hljómleikalíf Reykjavíkur Á kynnisför sinni uni Suðurland hefir barnakórinn „Smávinir“ sungið við góðar viðtökur. Ekki cr mér kunnugt um aðra starfandi barnakóra hér á landi en þennan kór og „Sólskinsdeildina“, en það væri óskandi, að fleiri slikir kórar væru til, því að það er gott verk, sem þeir menn vinna, er safna börnunum und- ir merki söngsins. Tilgangur barnakóra ætti að vera tvíþættur, annarsvegar að stefna að fullkomnun í söng og hinsveg- ar að vanda val laga og ljóða með það fyrir augum, að hvorttveggja verði til þess að glæða það, sem gott er í fari eyri, Núp í Dýrafirði, Sæból á Ingjalds- sandi, Flateyri, Suðureyri við Súganda- fjörð, Bolungarvík, Isafjörð og Súðavík. Allsstaðar voru samkomurnar haldnar í kirkjunum á hverjum stað nema í Súða- vík (þar i samkomuhúsinu). Virtist áhugi manna opinn fyrir þessari nýung, og var tilrauninni allsstaðar tekið með velvilja og skilningi. Helgi Hallgrímsson annað- ist söngflutninginn. Mönnum er nú smám saman að verða ljóst, hve hroðalega söngsaga okkar hefir verið afrækt af íslenzkum menntamönn- um á undangengnum öldum og hvílíkum erfiðleikum það þessvegna er bundið að byrja nú fyrst eftir þúsund ár að rekja okkar eigin tónlistarsögu og skýra tón- listarþroska Islendinga út frá sögulegum staðreyndum. En nú loks ala margir með sér ómótstæðilega löngun til þess að kanna okkar tónrænu fortíð og reyna að bregða ljósi yfir þennan vanhirta þátt íslenzkrar menningar. Við verðum því að reyna að gera upp við okkur sjálf, hvar við erum stödd í þessum efnum og hvaða lifssögu- legar menjar við höfum til þess að styðj- ast við. Þegar það er fullrannsakað, mun veitast auðveldara að skilja nútíðina og sjálfan sig og renna grun í, hvert stefn- ir eða öllu heldur að hverju á að stefna. Haltgrímur Helgason. barnanna, og vekja ást þeirra á ættjörð- inni. Þessvegna á fyrst óg fremst að kenna börnunum að syngja lög við ætt- jarðarkvæði, kvæði um náttúru landsins, vorið og haustið, sumarið og veturinn, svo og önnur kvæði, sem æskilegt er að hvert íslenzkt mannsbarn kunni og falleg lög eru til við. Gamanlög eiga einnig rétt á sér, svona til tilbreytingar, en gæta verð- ur þess, að textinn sé græskulaus og lag- ið sé ekki sótt niður á svið jazzins, því þá er kominn annar andi inn og miður holl- ur fyrir barnssálina. Barnakórinn „Smá- vinir“ er fjölmennur. I honum eru 55 skólabörn, mest stúlkur. Kórinn er að- cins nokkra mánaða gamall og því ekki að vænta mikils af honum ennþá. Lögin voru valin eftir þeim línum, sem dregnar eru hér að framan, og við hæfi kórs á byrjandastigi. Söngstjórinn Helgi Þor- láksson organisti við Landakirkju hefir kennt börnunum að syngja lögin skipu- lega og áferðarfallega, en enn sem kom- ið er er kórinn ekki þeim vanda vaxinn að geta sýnt listræn tilþrif í söngnum. Að því ber að stefna, og getur úr þessu ræzt með tímanum. Það, sem mest lýtir sönginn, er framburðurinn á textanum. Eitthvað hlýtur að vera bogið við lestrar- kennsluna i barnaskólunum, þvi börnin eru svo flámælt, að raun er að. Ég held, að meiri brögð séu að þessu hjá börnum, sem nú eru að vaxa upp, en var í mínu ungdæmi. Söngvarinn Caruso hélt því fram, að skýr textaframburður væri al- veg nauðsynlegur til þess að söngurinn hefði tilætluð áhrif. Hann sagði, að sá söngmaður, sem ber ógreinilega fram orðin, syngi illa. Það er vafalaust mikið hæft í þessu. Það á að segja setningar fallega og með hrynjandi, þegar talað er. I söng er þetta atriði ennþá mikilvægara. Uppeldismáttur söngsins er mikill, þegar rétt er farið að. Er það því gott verk, sem söngstjórinn Helgi Þorláksson vinn- ur með þessu starfi, og vonandi verða fleiri til að feta í fótspor hans. Af hinum nálega þrjú hundruð kirkju- hátíðarsöngvum, sem Bach ritaði, nefndi

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.