Tónlistin - 01.12.1945, Page 3

Tónlistin - 01.12.1945, Page 3
4. árg. 1945 3.-4. hefti T © n 1 i s t i ii Tímarit Fétags íslenzkra tónlistarmanna JJal 'ýnmur —/^relqaion: Almenn tónmenntun í skólum Islendingar liafa fyrrum getið sér lítið orð fyrir skapandi tónlistar- gáfu, enda jþótt Arngrímur lærði telji þá liafa iðkað tónlist í eigin margrödduðum tónsmiðum. Þekk- ingin á þessu sviði hefir oftast nær verið einskorðuð við frumatriði tónlestrar og ofui’litla fingraferð i fjórrödduðum tónbálki, Söngleg kunnátta er ekki tengd uppeldis- kerfi þjóðarinnar fyrr en á miðri 19. öld og þá aðeins að mjög litlu lejii. Pétur Guðjónsson innleiðir nýjan söng í þjóðkirkjuna, og lat- ínuskólapiltar njóta kennslu hans um langt skeið. Jónas Helgason tek- ur við af Pétri. En liann leggst dýpra. Grundvöllinn að söngupp- eldi þjóðarinnar varð að leggja hjá börnunum, og þessvegna innleiðir Jónas söng og söngfræði sem eink- annaskylt og prófskylt fag við barnaskólann í Reykjavík og ná- grenni. Því miður stóð Jónas liðfár uppi í hinu merka, starfi sínu. Hann hafði allt of fáa samverkamenn, sem gátu úthreitt söngþekkinguna i skólum utan höfuðstaðarins. En ævistarf lia,ns har samt ríkulega ávexti. Söngbækur hans voru dýr- mæt nýung fákunnandi en söng- unnandi þjóð, enda drakk hún í sig öll lög, sem komu frá liendi Jónas- ar, og mun þá hafa verið mestur söngur á íslandi. Alúð Jónasar við barnakennsluna verður aldrei nóg- samlega lofuð, svo mjög lét hann sér annt um að fá börnin til þess að syngja og lesa nótur. Kynslóðir þær, sem mótuðust afi forsjá Jónas- ar, báru síðar af sem söngfólk í full- vöxnum kórum sakir góðrar kunn- áttu í að syngja frá blaðinu. Sigfús Einarsson og Brynjólfur Þorláksson leystu .Tónas af við barnaskólann og bættu við sig Latínuskólanum. Héldu þeir lengi uppteknum hætti og slökuðu hvergi á kröfum þeim, sem jafnan höfðu verið gerðar til söngs og söngfræðiþekkingar af fyrirrennara þeirra. En eftir þá má segja, að þráðurinn slitni. Söng- kennslan verður nú með öðrum hætti, ókerfishundin og liáð tilraun- um án takmarks. Skiptar skoðanir rikja enn um aðferðir við kennsl-

x

Tónlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.