Tónlistin - 01.12.1945, Side 4

Tónlistin - 01.12.1945, Side 4
34 TÓNLISTIN una svo sem eðlilegt er„ en liitt er öllu verra, að tilgangurinn er hul- inn kennaranum í fjöldamörgum tilfellum. Afleiðingin af þessu er svo sú, að nemendur í framhalds- skólum hafa ekkert veganesti, sem hægt sd að hyggja á. Námið þar fer að miklu leyti í að kenna lög með röddum til samsöngs, og lendir sú tilsögn nær eingöngu í hermi- kennslu, þ. e. a. s. raddirnar eru kenndar með stöðugum endurtekn- ingum eins og eyrað getur bezt tek- ið við. Árangurinn er hörmulega lítill í samanburði við allan þann tíma og fé, sem til kennslunnar er varið. Páfagaukskennslan verður nær einráð, vegna þess að nemend- ur eru ólæsir á hið skrifaða tónmál. Tónlistarupþeldi er fólgið í því að efla tónræna heyrn og eigin tóniðk- un. Tónmenntuð getur sú þjóð tal- izt, sem réttilega kann að leggja eyra að samböndum tóna, syngja og bjarga sér á hljóðfæri. Þetta lærist því aðeins, að hyrjað sé snemma á að heita eyra, rödd og hendi. Nám, sem þjálfar heyrn einstaklingsins, hljóðmyndun hans og handlagni, verður að teljast þroskandi, að minnsta kosti á móts við aðra þætti uppeldis, sem glæða almennan skilning og minni eingöngu. í tónlistarkennslu má gera grein- armun á þrennskonar viðhorfi til kennslunnar og framkvæmd henn- ar: 1) Ivennsla, sem miðar að því að hirta tónlist sem sjálfstæða og einangraða grein til tæknilegs þroska. 2) Kennsla, sem felst í því að hafa um hönd tónlist til tilbreyt- ingar og hvildar einnar frá hókleg- um fögum. 3) Ivennsla, sem stefnir að því að sameina tónlistina þjóð- félagslegum námsiðkunum. - Vandi tónlistaruppeldisfræðinga er fólg- inn, í þvi að velja þá leið, sem hezt hæfir námsfyrirkomulaginu i lieild, með þeim árangri, að nemendurnir hverfi ekki frá tónlistinni, þegar skólanum sleppir, lieldur sitji um livert tækifæri til þess að efla skiln- ing sinn og handleikni. Að sjálf- sögðu verður að leggja áherzlu á nótnalestur. Lestrarþekking er nauðsynleg til þátttöku í öllum skipulögðum, söng, einkum kórsöng, óhjákvæmileg til undirbúnings að hljóðfæraleik og mikilvirkt hjálpar- meðal í mati á tónlist. Það er marg- sannað, að hörn hafa ávallt löngun til þess að læra lög vegna orðanna eða tónanna, eða hvorutveggja. Þau hafa ánægju af að kynnasl leyndar- máli lestursins, setja saman og skrifa upp lög. Þetta gera þau með tvöföld- um áhuga, ef lögin eru sett i sam- hand við annað námsefni. Og ein- lægt skyldi það haft í huga, að bezt- ur árangur næst við tónlistar- kennslu, ef gætt er hinna sömu meg- inreglna sem við móðurmáls- kennslu. Byrjandinn á að meðtaka hin fyrstu boðorð með eyra frekar en með auga. Oft hefir það komið fyrir, að barnsröddinni hefir verið mis- þyrmt vegna rangs skilnings á eðli hennar. Hversu oft kemur það ekki fyrir, að barnið Iieitir of sterkum hrjósttónum á háu raddsviði. Barns- röddin á að vera tiltölulega grönn og há, í stað þess að vera lág og hörð. Hér hafa hátalarinn og kvik-

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.