Tónlistin - 01.12.1945, Qupperneq 9

Tónlistin - 01.12.1945, Qupperneq 9
TÓNLISTIN 39 að velja fljótlega heztu afköstin úr stórum hóp. Fyrirmyndarlagið á að vera stutt, eins einfall og mögulegt er; það á að sýna hæði kyrrstöðu og hreyfingu, andstæðu og endur- tekningu. Þegar nú nemendurnir sjá og heyra, hvernig þetta er gert, hvernig það er til lykta leitt á full- nægjandi hátt, og kynnast allri sam- setningu lagsins, þá snúast þeir und- ir eins að verkefninu og semja furðu gott lag á furðu stuttum tima. Þeg- ar svo langt er komið, má hiklaust reikna með því, að hámarki söng- kennslunnar sé náð í deildum barna- skólanna án hjálpar álialda eða hljóðfæra. í íslenzkum skólasönghókum hef- ir þess allt of oft gætt, að söngvarn- ir hafa ekki nógu grandgæfilega verið valdir við hæfi barnanna. Hljóðfall þeirra hefir tíðum verið of flókið og textar laganna ekki fallið sérstaklega í smekk barnsins. Þá hefir laglínan sjálf oft og einatt ekki verið nógu einföld. Orðin eru það fyrsta, sem hörnin skilja, og því ætti lagavalið sumpart að miðast við þann áhuga, sem textinn er lík- legur til-að vekja. En þegar allt kemur til alls, þá er það þó aðeins lagið, sem hefir tónlistargildi. Þó getur kapp eldri harna við raddað- an söng sætt þau við lélegan texta vegna ánægjunnar, sem tví- og þri- raddaður söngur evkur þeim. Hins- vegar sýnir revnslan j)að, að siðar í lífi skólabarnsins halda lögin velli, þótt orðin gleymist. fslenzk skólamúsik hefir litla arf- helgi að haki sér. Hér er ærið verk að vinna, ef íslenzk æska á að öðl- ast rétt og menntandi kynni af tón- listinni. Vér verðum samt að byggja á þeim grunni, sem þegar liefir ver- ið lagður, treysta hann og stækka. Lagaforðinn á að aukast um leið og hafizt verður handa um nýja útgáfu skólasöngbóka. Nema verð- ur hurt mikið af ónothæfum lög- um og bæta nýjum inn, innlendum og erlendum, einkum þjóðlögum annarra landa; þau gefa venjulega góðar upplýsingar um eðlislund við- komandi þjóðar og tónræn einkenni og geta þar að auki verið til leið- beiningar i landfræðitímanum. Þeg- ar sungið er færeyska þjóðlagið „Máninn hátt á himni skín“, er gott að hafa í huga þjóðdans Færeyinga á Ólafsvökunni og öðrum hátiðum. „Ég herst á fáki fráum“ flytur oss á reiðskjóta hugans suður til ít- alíu. Vér látum staðar numið í Fen- eyjum eða Venezia, þar sem vér heyrum fólkið syngja þetta jyjóðlag. Aðalsamgöngutæki vort hefir löngum verið hesturinn, og því er lagið hestalag norður á íslandi. En Feneyjahúar ferðast mikið á litlum hátum eða „gondóIum“, og þess- vegna hefir lagið upprunalega orð- ið til hjá þeim sem bátssöngur eða „harkaróla“ („gondoIiera“>. Þeir mundu því kannske syngja t. d.: „Ég berst á báti smáum breitt um sund!“ Þjóðlagið „Góða tungl, um loft þú líður“ gefur góða hugmynd um þýzkt lundarfar og náttúru; þar birtist dreymandi íhygli samfara gæzkurikri auðsveipni og drottin- hollustu, við rómantiskt undirspil tunglskinsmerlaðrar haustnætur. Og allt er þetta sett inn í sterkan og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tónlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.