Tónlistin - 01.12.1945, Side 10

Tónlistin - 01.12.1945, Side 10
40 TÓNLISTIN tilfinningaríkan ramma hreinnar tónlistar i þrískiptu söngformi hinn- ar ínnilegustu tjáningar. Mörg dæmi mætti fleiri nefna um uppeldisgildi þjóðlagsins. En þetta verður að nægja sem tilbending ein. 1 skólanum vaxa hinar fyrstu samfélagshugm'ynd'iír utan heimil- isins. Hér eflist fyrst víðtækt félags- starf og samskipti stórrar heildar. Því betur sem sameiginlegt starf heildarinnar nær tökum ó einstakl- ingnum, því sterkari verður síðar minningin um liðið starf. Flestall- ar greinar skólakennslunnar miða að þvi að þroska vitsmunina og örva kappið til samanburðar við aðra. Tilfinningalífið fær þar litla nær- ingu, og veldur þetta því oft og ein- att vanþroska og misræmi í skap- höfn allri. Kaldrifjaður skynsemis- dýrkandi er oft ávöxtur slíks upp- eldis. Félagshyggja og bróðurþel þrífast ekki án tilfinningar. Af því leiðir, að góður þjóðfélagsþegn verð- ur að rækla með sér einlæga tilfinn- ingu fyrir samfélagi sinu. Vitið eitt nægir ekki. Til hliðsjónar má lita á þrjár teg- undir tónverka. 1) Tónverk, sem sett er saman af kunnáttu einni sam- an, orkar aldrei á tilfinningarnar. Það getur verið vel samið og skipt máli fyrir listina sem sjálfstæða þró- unargrein, en geisli þess nær ekki að ferli lífsins sjálfs. Það stendur einangrað í þjónustu sérfræðinga. 2) Tónverk, sem ofhlaðið er tilfinn- ingu, samlagast lífinu of fljótt og fvrirhafnarlítið og glatar þar með krafti sinum til eigin tilveru. Það er of auðunnið. 3) Tónverk, sem vilnar um gullið jafnvægi milli skyn- semi og tilfinningar, her hæstan hlut frá horði. Tilfinningin er djúprist og að nokkru hulin undir lijúpi vandhygli. — Enda þótt uppeldis- fræðingar allt frá dögum Platons hafi gert sér grein fyrir þýðingu tónrænnar tjáningar fyrir mótun persónuleika og skapgerðar, þá hef- ir hlutverk tónlistarinnar í skólum oft verið hýsna einhæft og takmark- að. Það er samt enginn vafi á þvi, að réltilega iðkuð skólamúsík er þess megnug að skapa nýtt viðhorf til skólalífsins. Sé svo, þá mun held- ur ekki hjá því fara, að réttilega stunduð tónlist skapar nýtt viðhorf til þjóðfélagsins. Skynsemi og til- finning eru systur, sem húa í allri sannri tónlist. Of mikil tilfinning verður um síðir ósönn, verður að tilfinningadekri (sentimentalitet). Sönn tilfinning er ósjálfráð. Skyn- semin býr tilfinningunni farveg, markar henni hreyfisvið, skammtar henni form. Vér sjáum þá, að til- finning og skynsemi eru óaðskiljan- lega tengdar góðri tónlist. Megin- vandi nútimamenningarinnar felst i því að sameina þessar tvær hlið- ar mannssálarinnar. En ef tónlist- in geymir þessa tvenningu i eðli sínu, þá hlýtur hún einnig að miðla jarðarhörnum þessu leyndarmáli, séu þau reiðubúin til þess að með- taka boðskan hennar. Vér verðum þvi að viðurkenna, að tónlistin hafi andlega þýðingu sem hluti úr þunga- miðju menningarinnar, og sú nið- urstaða hlýtur að varpa ljóma á við- fangsefni tónlistaruppeldisins. Lif- ið er sifelld verðandi fyrir þroskað-

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.