Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 12

Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 12
42 TÓNLISTIN Móðir ínín gat hinsvegar ekki sungið, en hún leiðrétti okknr bræð- urna þó jafnan, ef hún heyrði okk- ur syngja skakkt, sérstaklega ef hún heyrði ósamræmi milli tveggja eða fleiri radda. Flautaði ég oft „dú- etta" með hræðrum minum, og þannig vöndumst við samræmi tóna. í barnaskóla á Seltjarnarnesi lærði ég að þekkja nóturnar hjá Guð- mundi Einarssyni í Bollagörðum, síðar hónda í Nesi við Seltjörn. Fyrsta hljóðfæri mitt smíðaði ég mér sjálfur. Var það einskonar zit- ar með tíu látúnsstrengjum. Á það gat ég spilað tviraddað. Lengi vel langaði mig til að eignast harmón- iku, en fjárráð mín leyfðu ekki slík útgjöld, svo að ég hætti að hugsa um dragspilið. Átján ára gamall tók ég um tiu tíma i organleik hjá Jón- asi Helgasyni, og fékk að æfa mig hjá Benedikt Ásgrímssjmi gullsmið. En litla stofuorgelið hans fengu fleiri piltar að nota i æfingaskyni endurgjaldslaust. Síðasta árið, sem söngfélagið „Harpa" starfaði, komst ég þar að sem virkur þátttakandi og söng bassa undir stjórn Jónas- ar. En áður hafði ég verið í kór á Seltjarnarnesi, og söng ég þar millirödd eða alt. Seinna fékk ég svo tíma í píanóleik hjá Önnu Pét- ursson. Tók hún aðeins fimmtíu aura kennslugjald fyrir klukku- tímann, en var þó ágætur kennari með menntun frá Kaupmanna- höfn. Hjá henni lærði ég að mestu í tvö ár. Hún hafði nemendahljóm- leika í Góðtemplarahúsinu einu . sinni á ári og lét mig þá spila tví- leik á harmóníum með öðrum nem- endum sínum, sem spiluðu á píanó. Mátti þetta heita fyrsti vísir að sam- spili, sem upp kom í Beykjavík. Þannig spilaði ég t. d. með Astu von Jaden (dótturÖnnu) og Ástu Einars- son. Ef tir þetta var námi mínu eigin- lega lokið í bili. — Fyrir tilstilli Þorláks Johnsens kom ég um þess- ar mundir upp drengjakór, er ég nefndi „Vonin". Sungum við eitt sinn fyrir þýzkan prins, og gaf hann okkur tuttugu ríkismörk að söng- launúm. Hvernig hátlaði til í tónlistarlífi Beykjavíkur uni þetta leyti, og hver var þátur þinn i því? Þegar Steingrímur Johnsen stofn- aði söngflokk sinn „14. janúar 1892", var ég einn af þeim fyrslu, sem gekk í félagið. Hafði ég mikið gagn af vist minni þar, því að þá vand- ist cg raddæfingum sem aðstoðar- maður Steingríms og fékk stund- um að taka við taktsprotanum. Ann- ars þótti Sleingrímur ágætur söng- stjóri. Ég kom alloft fram á hljóm- leikum sem einleikari á harmóní- um og einnig sem samleikari með píanói. Lék ég þannig nokkrum sinnum með Önnu Pálsdóttur og Kristrúnu Hallgrímsson. 1 sam- vinnu við Björn Kristjánsson stofn- aði ég blandaðan kór, sem söng í Iðnó. Stjórnuðum við til skiptis og spiluðum saman á píanó og orgel. Langaði þig ekki til þess að fá frekari menntun i tónlist? Arið 1898 fór ég utan með 800 króna styrk frá Alþingi til þess að nema orgelleik og tónfræði. Voru kennarar minir i Kaupmannahöfn Peter Bassmussen, organisti við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.