Tónlistin - 01.12.1945, Side 12

Tónlistin - 01.12.1945, Side 12
42 TÓNLISTIN Móðir mín gat hinsvegar ekki sungið, en liún leiðrótti okkur bræð- urna þó jafnan, ef hún liej'rði okk- ur syngja skakkt, sérstaklega ef hún heyrði ósamræmi milli tveggja eða fleiri radda. Flautaði ég oft „dú- etta“ með bræðrum mínum, og þannig vöndumst við samræmi tóna. í barnaskóla á Seltjarnarnesi Iærði ég að þekkja nóturnar hjá Guð- mundi Einarssyni í Bollagörðum, síðar bónda í Nesi við Seltjörn. Fyrsta liljóðfæri mitt smíðaði ég mér sjálfur. Var það einskonar zít- ar með tíu látúnsstrengjum. Á það gat ég spilað tviraddað. Lengi vel langaði mig til að eignast harmón- iku, en fjárráð mín leyfðu ekki slík útgjöld, svo að ég hætti að bugsa um dragspilið. Átján ára gamall tók ég um tiu tíma í organleik bjá Jón- asi Ilclgasyni, og fékk að æfa mig hjá Benedikt Ásgrímssyni gullsmið. En litla stofuorgelið bans fengu fleiri píltar að nota í æfingaskvni endurgjaldslaust. Siðasta árið, sem söngfélagið „Harpa“ slarfaði, komst ég þar að sem virkur þátttakandi og söng bassa undir stjórn Jónas- ar. En áður bafði ég verið í kór á Seltjarnarnesi, og söng ég þar millirödd eða alt. Seínna fékk ég svo tima í píanóleik hjá Önnu Pét- urssön. Tók hún aðeins fimmtiu aura kennslugjald fvrir klukku- tímann, en var þó ágætur kennari með menntun frá Ivaupmanna- höfn. Hjá henni lærði ég að mestu i tvö ár. Hún hafði nemendahljóm- leika í Góðtemplarahúsinu einu . siiini á ári og lét mig þá spila tví- leik á harmóníum með öðrum nem- endum sínum, sem spiluðu á píanó. Mátti þetla heita fyrsti vísir að sam- spili, sem upp kom í Reykjavík. Þannig spilaði ég t. d. með Ástu von Jaden (dótturÖnnu) og Ástu Einars- son. Eftir þetta var námi minu eigin- lega lokið i bili. — Fyrir tilstilli Þorláks Jolinsens kom ég um þess- ar mundir upp drengjakór, er ég nefndi „Vonin“. Sungum við eitt sinn fvrir þýzkan prins, og gaf hann okkur tuttugu ríkismörk að söng- launúm. Hvernig háttaði til í tónlistarlífi Reykjavíkur um þetta leyti, og hver var þátur þinn í því? Þegar Steingrimur Johnsen stofn- aði söngflokk sinn „14. janúar 1892“, var ég einn af þeim fyrstu, sem gekk í félagið. Hafði ég mikið gagn af vist minni þar, því að þá vand- ist ég raddæfingum sem aðstoðar- maður Steingríms og fékk stund- um að taka við taktsprotanum. Ann- ars þótti Steingrímur ágætur söng- stjóri. Eg kom alloft fram á liljóm- leikum sem einleikari á harmóní- um og einnig sem samleikari með píanói. Lék ég þannig nokkrum sinnum með Önnu Pálsdóttur og Kristrúnu Hallgrímsson. I sam- vinnu við Björn Ivristjánsson slofn- aði ég blandaðan kór, sem söng í Iðnó. Stjórnuðum við til skiptis og spiluðum saman á pianó og orgel. Langaði þig ekki til þess að fá frekari menntun í tónlist? Árið 1898 fór ég utan með 800 króna stvrk frá Alþingi til þess að nema orgelleik og tónfræði. Voru kennarar mínir i Ivaupmannahöfn Peter Rassmussen, organisti við

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.