Tónlistin - 01.12.1945, Síða 13

Tónlistin - 01.12.1945, Síða 13
TÓNLISTIN 43 Garnison-Kirken i tónfræði, og pró- fessor Nebelong organisti í orgelleik. í Kaupmannaliöfn dvaldist ég tíu niánuði. Að vísu var þetta stuttur tími, en þó var mikill fengur að þessu námi. Þar heyrði ég góða tón- list, sótti reglulega hljómleika kon- unglegu hljómsveitarinnar og fór oft í óperuna. Var. þér ekki vel tekið heima, að aflokinni Kaupmannahafnarvist þinni? Sumir töldu framfarir mínar ekki mjög miklar eftir utanförina, en þar var ég sjálfur heztur dómari, og áleit ég dvöl mina gifturíka. Eft- ir heimkomuna stofnaði ég söng- flokkinn „Kátir piltar“, og var það allgóður karlakór, skipaður öllum þeim heztu söngkröftum, sem þá var völ á, og slarfaði hann um nokkurra ára skeið. Kórinn hélt margar söngskemmtanir við góðan orðstír og söng m. a. við konungs- komuna 1907 á Þingvöllum. Þá æfði ég einnig konungskantötuna eftir Sveinhjörn Sveinbjörnsson með stórum hlönduðum kór, og hlaut sú uppfærsla einróma lof i Alþingis- liúsinu, undir minni stjórn. — Við andlát Steingríms Johnsens tók ég við söngkennslunni i Latínuskólan- um. Sömuleiðis kenndi ég í Barna- skóla Reykjavíkur, og við Presta- skólann kenndi ég tón og sálma- söng. Þar að auki veitti ég organ- istaefnum tilsögn i organslætti. Launin fvrir Latinuskólakennsluna voru fimmtíu krónur á mánuði, i harnaskólanum sjötíu og finim aur- ar á tímann, og voru það há laun í þá daga. Kennslulaunin fvrir org- anistaefnin voru fjögur hundruð krónur á ári, og var tala nemenda engum takmörkum hundin. — Söngkennslan í harnaskólanum var þá að sumu leyti fullkomnari en nú er. Söngfræðinám var þá einkanna- skvlt og prófskvlt og söngur met- inn lil jafns við aðrar námsgrein- ar. A liverju vori var opinhert söng- próf í skólanum, að viðstöddu miklu fjölmenni, og þótti það jafnan liin hezta skemmlun. Öll söng- lineigð hörn gálu að loknu námi sluðzt við nótur og lesið í sönginn. — Innan K.F.U.M. tók ég um alda- mótin að mér hlandaðan söngflokk, sem opinherlega lét til sín heyra. Og einn vetur kenndi ég einnig við Kvennaskólann hjó Þóru Melsted gegn fimmtíu aura greiðslu um tím- ann. — Við lát Jónasar Helgason- ar varð ég organisli við Dómkirkj- una og gegndi því starfi í tíu ár. Lagði ég ríkasta áherzlu á að fá gott hljóðfall í kirkjusönginn og hafði til þess æfingar á hverju laug- ardagskvöldi. Stofnsetti ég reglu- legan kirkjukór til þess að halda hljómleika, og var ágóða af þeim söngkvöldum varið til þess að greiða fólkinu fyrir kirkjusönginn. Áður hafði fólkið enga þóknun fengið. Gat ég nú borgað hverjum manni fimm krónur á mánuði, gegn skukl- hindingu um að mæta á öllum æf- ingum. Eftir þetta tók söfnuðurinn að sér allan kostnað við sönginn. Var þar með í fyrsta sinni komið föstu skipulagi á kirkjusönginn, sem áður hafði verið tilviljunar- kennd sjálfboðavinna. Organistan- um einum voru greiddar sex lvundr-

x

Tónlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.