Tónlistin - 01.12.1945, Side 16

Tónlistin - 01.12.1945, Side 16
46 TÓNLISTIN liafa einstaka menn reynt a'ð semja sig að „húmoristiskum“ þáttum i lagagerð, en með mjög misjöfnum árangri, útkoman venju- legast orðið enginn „húmor“. Ég lasta ekki „húmoristíska“ söngva, síður en svo. Alltaf er t. d. á- nægjulegt að lieyra hinn gamla Bellman. En tónskáld okkar eru að þessu leyti hliðstæð íslenzkum orðs- ins skáldum. Margt af afköstum tón- skáldanna er liugnæmt og snertir viðkvæma strengi. En framtið ís- lenzkrar tónlistar verðnr að byggj- ast á eigin tónum þjóðarinnar, líkt og Grieg sýndi fram á í Noregi, og sú náma er svo auðug, að aldrei þarf að þrjóta. Hingað til liöfum við aðallega byggt á danskri tón- list og dálítið á norskri og sænskri, en hún hefir aftur byggzt á þýzkri tónlist, án þess þó að ná stórfeng- leik hennar. Hér verða að skap- ast straumhvörf. Ýmis tónskáld hafa þegar horfið frá þessum úrelta Skandinavisma og hneigzt að tímabærri slefnu þjóðlegra ein- kenna á alþjóðamælikvarða. Þó vil ég alls ekki glala rómantík- inni. Og spá mín og von er sú, að liún eigi afturkvæmt til okkar í nýrri og sterkri og sérstæðri mvnd. Auðvitað deyr hún aldrei út, skipl- ir aðeins um búning. Tímaritið þakkar Brýnjólfi Þor- lákssvni þessa fróðlegu og einarð- legu frásögn, sem ber vott um ó- tvíræða ást hans á tónlistinni og vexti liennar með Islendingum. Skoðanir lians á tónlistarþroska okkar og afstaða til liins uppeldis- iega þáttar eru stórum atliyglisverð- ar. Væri óskandi, að liann gæti gef- ið endurminningum sínum og við- horfum stærra form við síðara læki- færi. Slíkur boðskapur er kærkom- inn öllum þeim, sem íslenzkri tón- list unna. Brynjólfur er elztur allra þeirra núlifandi íslendinga hérlend- is, sem stundað liafa tónlist sem ævi- starf aðallega. Hann er tengdur hin- um fyrstu brautryðjendum í nán- um kynnum og man vel eftir „föð- ur söngs á ísafoldu“, Pétri Guðjóns- syni (e'ða Guðjohnsen eins og hann venjulega var kallaður á þeim „for- dönskuðu“ tímum). Brynjólfur lief- ir því nú orðið allbreiðan og auð- ugan sjónhring, og mat hans á nú- tíðinni er sprottið af lífrænum sam- anburði við fortíðina. Þannig finn- um við merkilega vel framrás þró- unarinnar í upptalningum hans, frá frumstæðri en þó fullnægjandi til- raun lil hljóðfærasmíði í föðurgarði, þegar Iiljóðfæri voru sjaldgæf mun- aðarvara í höndum ríkra höfðingja að'eins, og allt til hins stranga og smekkvísa organista og kórstjórn- anda höfuðstaðarins, þegar tónlist- ariðkun var í þann veginn að setja mót sitt á daglega si'ði borgaranna. íslenzk tónlistarsaga er ofin úr þátt- um þeirra manna, er helgazt liafa hlutverki hinnar liljómandi listar af innri köllun og óseðjandi þrá til fegrunar mannlegu lifi. Einn þeirra er Brynjólfur Þorláksson. H. H.

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.