Tónlistin - 01.12.1945, Síða 20

Tónlistin - 01.12.1945, Síða 20
50 TÓNLISTIN 75 ARA: ^4mi dJLoróteinóon, tónóháld Hinn 15. október síðastliðinn átti elzta núlifandi tónskáld íslendinga 75 ára afmæli. Tímarit þetta hóf göngu sína fyrir rúmum fjórum ár- um með því að minnast þessa virðu- iega forgöngumanns íslenzkrar sönglagagerðar. Hér verður því að- eins drepið á nokkur atriði í starfi og lífsskoðun Árna samkvæmt hans eigin frásögn i stuttu samtali, sem ritið átti við þennan merka aldurs- forseta íslenzkra tónhöfunda. Hver voru fyrstu afskipti þín af tónlist? Móðir mín lék nokkuð á hljóð- færi, en mest og bezt áhrif munu að þakka móðurbróður mínum, Steingrími Johnsen. Hann söng dá- vel og annaðist um leið undirleik sinn sjálfur. Var hann á stúdents- árum sínum í Kaupmannahöfn lieimagangur hjá gamla Hartmann og foreldrum Lange-Múllers og fleiri tónlistarmönnum. Hvenær byrjaðir þú sjálfur að leika á Jiljóðfæri og semja lög? Er ég var á sjötta ári, tók móðir mín mig eitt sinn í kirkju skömmu fyrir dauða Péturs Guðjónssonar, og þegar ég kom heim, gekk ég að fortepíanóinu og reyndi að setja liljóma við sálmalagið, sem mér var minnisstæðast. Þá var talið sjálfsagt að koma mér fyrir í spila- tíma. Lærði ég hjá Önnu Vigfús- dóttur Pétursson. Aldrei geðjaðist mér þó að tónstigunum. Þeir ullu mér beizkum tárum og vonbrigðum, svo að ég liætti náminu sökum þess live þýðingarlaus mér þóttu lilaupin vera upp og niður á nótnaborðinu. Eftir það fór ég að fikra mig áfram af eigin rammleik. Og lengi framan af sjnlaði ég aðeins eftir eyranu með eigin útsetningu ýmis lög, sem ég lærði, því að það var brota- minnst. Þá var mjög algengt, að menn fleyttu sér áfram á þennan liátt. Nær engar nótur voru á boð- stólum í Reykjavik á uppvaxtarár- um mínum, en ég pantaði mér frá Höfn safn af söngkvartettum, og var það einn mesti gleðidagur í Iífi minu, er ég fékk þá nótnasendingu. Fyrstu lögin, sem ég samdi, voru „Einbú- inn“ við ljóð Jónasar Hallgrímsson- ar og „Þið sjáist aldrei framar“ eft- ir Steingrím föðurbróður minn Thorsteinsson. Varstu ekki ánægður með viðtök- urnar, sem lög þin hlutu? Lögin féllu mönnum mörg vel í geð, þótt ég hefði eiginlega aldrei ætlað að gefa þau út. En útgáfurn- ar gerðu það að verkum, að „áhuga- mennska“ mín var allt í einu liækk- uð í tign, og ég var skoðaður sem einskonar verndari tónlistarinnar, svo að nálgaðist afstöðu atvinnu- mannsins. En í rauninni finnst mér ég hafa seilzt inn á svið, sem efnum mínum var ofvaxið, og lánið lyft

x

Tónlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.