Tónlistin - 01.12.1945, Qupperneq 21

Tónlistin - 01.12.1945, Qupperneq 21
TÓNLISTIN 51 mér liærra en ég fyllilega gat gert kröfur til á sviði listarinnar. Hvernig lítur þú á framtíð ís- lenzkrar tónlistar? Bjartsýni mín i þeim efnum er mjög mikil. Ég liefi ávallt litið svo á samkvæmt óyggjandi reynslu og íhugun, að við eigum eftir að vaxa langt fram úr þeirri von, sem svo fámenn þjóð sem Islendingar geta alið í brjósti. Fyrir og um aldamót var eiginlega um algjöra stöðnun að ræða í iðkun tónlistar, vegna þess hve einliæft mal manna var Hljóðfæri voru af skornum skammti, og ríkið lét mál þessi nær afskipta- laus. Á síðari árum hefir þessu fleygt fram fvrir tillilutun hins op- inbera, sem styrkt liefir marga tón- listarmenn til náms og starfs. Á fjárlögum nú eru veitingar, sem al- gjörlega hefðu þótt óhugsandi fyrir aldamót. Þá voru líka skoðanir manna mjög ófullkomnar um flest það, er list varðaði, einkum tónlist. Átti ég þar við ramman reip að draga í starfi mínu sem hlaðagagn- rýnandi í tónlist og fékk oft ofaní- gjöf fyrir aðfinnslur, sem mér auð- vitað kom ekki til hugar að leyna þar sem ég þekkti hið rétta og góða mætavel. Fyrir þetta var ég álitinn einskonar uppskafningur, sem dval- izt hefði erlendis til þess að apa eft- ir framandi siði. Svo átakanleg var fávizka manna, að skilgreiningin á „orkestri“ hljóðaði t. d. eitthvað á þessa leið frá hendi manns, sem að öðru leyti var mjög vel dómbær á sönglistarefni: „Orkestur er vitan- lega margir menn, þar sem liver leik- ur á sitt hljóðfæri, og svo hvín í diskantinum og hassinn púar undir.“ Nú eru skoðanir manna sem betur fer gjörbreyttar, og alltaf færumst við nær þvi marki að verða sjálf- hjarga á sviði tónlistar. Sú er von mín og vissa, að ísland eigi á þess- ari öld eftir að eignast stórverk tón- ræn, er standast munu fulla gagn- rýni á alþjóða mælikvarða.“ „Tónlistin" þakkar tónskáldinu þessi hógværu og yfirlætislausu orð, sem mælt eru af munni þess manns, er her hag íslenzkrar tónmenntar fyrir brjósti öðrum fremur, og ósk- ar lionum giftu og gengis um kom- andi ár. Varð söngfall Það var eitt sinn í brúðkaupsveizlu, sem haldin- var á bæ nokkrum í Svartár- dal í Húnavatnssýslu, að séra Stefán prófastur að Auðkúlu, sem var mikill söngmaður, sagðist geta tekið lagið við öll söngljóð. Þá gegnir í gleðskap Bjarni bóndi á Kúastöðum: „Ég held þér raup- ið nú of mikið' af sjálfum yður, prest- ur góður. Látið sjá og takið lagið við: „Ólafur fór til andskotans í annarri viku góu.“ Presti varð söngfall og vildi ógjarna taka lag við þessar hendingar. Þá sagði Björn: „Já, það grunaði mig, að þér mynduð raupa of rnikið af yður,“ og þóttist Bjarni góður fyrir sinn hatt. Gramur Iistamaður L i s z t var að spila á hirðhljómleik- um í Petersburg. Þar sem keisarinn var í hrókasamræðum við sessunaut sinn, hætti Liszt skyndilega leik sínum. Keis- arinn kallaði til hans: „Spilið þér bara áfram, það truflar mig ekki.“ Liszt svar- aði: „En mig, yðar hátign?“ — Tóif klukkustundum síðar var Liszt farinn frá Petersburg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tónlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.