Tónlistin - 01.12.1945, Side 22

Tónlistin - 01.12.1945, Side 22
52 TÓNLISTIN ~J4al lynniitr ^rrel^aóon: Leiðsögustef i. Vér íslendingar sóttum vora fyrstu nútímamenntun í tónlist til Dan- merkur um það leyti sem nýr og ó- þekktur hljóðfæraleikur liófst liér á landi á orgel-liarmóníum og pí- anó. Fyrstu tónlistarmenn vorir, sem öfluðu sér menntunar í aútíma- hljóðfæraleik, Pétur Guðjónsson og Jónas Helgason, stunduðu háðir nám í Kaupmannahöfn, og á eftir þeim kom síðan stór hópur yngri íslendinga, sem allir hurfu þangað í leit að tónmenntun. Á þessum slóð- um urðu margir ungir íslenzkir menntamenn l'yrir fyrstu tónlistar- áhrifum sínum. Þarna vorn fyrstu íslenzku þjóðlögin skrásett af munni Jóns Ólafssonar frá Grunna- vík og Páls Melsteðs sagnfræðings, og hér voru einnig fyrstu íslenzku þjóðlögin prentuð í þjóðlagasafni Berggreens. Frá Danmörku liöfum vér fengið að láni fleiri lög en hjá nokkurri þjóð annarri, og skörtum vér með þeim enn í dag. Þannig eru t. d. 24 lög eftir einn og sama höfund Dana, Berggreen, í kóralbók þeirri, er islenzka kirkjan notar nú, 13 eftir Weyse, 7 eftir Hartmann og 5 lög eftir Schulz. Væri oss eigi óþarft að litast um hekki og vera minnugir orða þess manns, er fvrst- ur íslendinga sendi frá sér frum- samið sönglagahefti á því herrans ári 1892 og fyrstur stofnaði horna- flokk á landi hér, „Lúðurþeytarafé- lag Reykjavíkur“, en hann sagði: „Við eigum ekki að setja útlend lög við íslenzka texta, við eigum að húa til lögin sjálfir.“ Eins og hvarvetna annarsstaðar er uppsprettu tónlistarinnar i Dan- mörku einnig að finna í alþýðleg- um viðfangsefnum fólksins sjálfs. Skáldskapur alþýðunnar rataði hér á fyrstu ómana frá miðöldum og hjargaði þeim frá gleymsku mann fram af manni, þar til hókfellið breiðir út hlöð sín lil varðveizlu þessara kynjatóna norrænnar söng- leifðar með liina undursamlegu þjóðvisu í hroddi fylkingar, „Drómde mik en dróm i nat om silki og ærlik pæl“. Rómantíkin í Danmörku lætur sér samt ekki annt um þessar gömlu geymdir, heldur stikar óðfús eftir troðnum hrautum innfluttrar tónlistar. Margar kyn- slóðir troða þessar hreiðu leiðir auðveldrar eflirlátssemi, en huga alls ekki að hinum dýpstu og sönn- ustu tónum þjóðborinnar söngvísi. Þær frekar raula en syngja og ját- ast fyllilega einkunninni: „Den danske Digter det er en Pige, som gaar og nynner i Danmarks Hus“ (danska skáldið er stúlka, sem sönglar við arin Danmerknr). Áferð- arsnotur en tilþrifaspör liðast lag- línan eftir hvikulum geðhlæ auð- unninna augnabliksáhrifa án leit-

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.