Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 23

Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 23
TÓNLISTIN 53 andi endursvörunar í innstu hugar- fylgsnum. Viðtekin hefð fullnægir sköpunarþránni. Sóknin beinist ekki að öflun nýrra verðmæta, lieldur að eftirlíkingu notaðra fyrirmynda. Af- leiðingin af þessu varð stöðnun og frjóskortur. Þessi kyrrstaða þyrmdi yfir tónlistarlífinu þar til komu tveir menn, er upp skáru herör gegn stirðnaðri afturhaldssemi og harðstjórnarlegri venjuþrælkun: Thomas Lauh og Carl Nielsen. Tliomas Lauh hefir unnið ómet- anlegt umbótastarf við rannsóknir og endursamningu á dönskum kirkjulögum. Hann sýndi fram á það, live hrapallega var húið að af- skræma kirkjusönginn og færa hann úr lagi frá sinni uppliaflegu og stílhreinu mynd, og til grund- vallar lagði hann þjóðvisuna ásamt hinum gömlu kirkjusöngsbókum. Lauh vildi ryðja úr vegi hinu líf- vana tvískipta eilífðarliljóðfalli kór- alsins og laka í þess stað upp þri- skipt og víxlskipt hljóðfall til til- hreytingar og auðgunar hinni lang- dregnu og semingslegu lirynjandi rómantíska timahilsins. Hann vihli ennfremur innleiða skýran heiltóna- gang í allri kirkjulegri raddfærslu 02 afmá hin „lieiðnu“ spor verald- learar hálftónadýrkunar, sem svo oft hafði slæðzt i gliðs hús inn, trú- aralvöru allri til liins mesta hnekk- is. Mótstöðumenn Lauhs sökuðu hann hinsvegar um einstrengings- lega bókspeki og þurra fornaldar- stefnu, sem brvti í hága við lífræna framþróun. Laub var þeirrar skoð- unar, að kirkiutónlistin ætti fyrst og fremst að lúta orðsins innihaldi og sneiða hjá öllum innantómum og ókirkjulegum tilfinningaform- um, sem leiða hugann frá hoðskap guðsþjónustunnar. Stranglega séð tók hann undir með kennimanni miðaldanna: „Orgelið er lírukassi djöfulsins.“ Hann áleit tónskáld 19. aldarinnar hafa misskilið eðli sálmasöngsins og íklætt hann lysti- legum skrautspjörum nautnaheims- ins, sem spilltu trúarefni sálmanna með ýktri tilfinningasemi og glitrík- um fagurhljóm. Lífsskoðun sína hefir Lauh birt í athafnaríku ævi- starfi, sem alll hefir miðað að því að endurvekja þann sterka og inni- lega trúarkraft, sem fólst í fornum kirkjusöng. Otrauður og oft af fvllsta ofstæki hefir hann harizt fyr- ir eldheitri sannfæringu sinni og óbifanlegri trú. Allt fram til 1934 og lengur á hann að sæta áköfum andbyr, heilar bækur eru skrifaðar honum til áfellis, en liægt og örugg- lega sækir Laub fram, þrátt fyrir víðtækl skilningsleysi. Og nú er svo komið, að endurnýjun dansks kirkjusöngs er orðin að veruleika fyrir ósleitilega þrautseigju hans. Gönnd sálmalög eru nú í hávegum höfð af söfnuðum jafnt sem kirkj- unnar þjónum — í sinni uppruna- legu mynd, og sífellt sannfærast menn betur um nærfærni Laubs og hagleik i nýskapandi handverki, sem unnið var af vísindalegri þekk- ingu á sögu og tilgangi' sálmasöngs- ins. — í íslenzku kirkjusöngbók- inni eru lög eftir Lauh. En sjaldan virðast þau hljóta náð organistanna, þótt þau að vísu séu ekki í hópi hinna beztu laga hans. Væri ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.