Tónlistin - 01.12.1945, Síða 24

Tónlistin - 01.12.1945, Síða 24
54 TÓNLISTIN kominn tími til þess að gefa þess- um afkvæmum nýja og gamla tím- ans gaum, svo að vér gætum með nokkru sanni talizt samferðafólk þeirra þjóða, er vér helzt viljum likjast, í stað þess að troða sí og æ vanans hægu en óþroskavænlegu brautir? Carl Nielsen er sá fulltrúi danskr- ar tónlistar, sem. mesta athygli hef- ir vakið á þessari öld. Ber margt til þess. Stefna hans segir skilið við gamlar venjur rómantíska skólans og sækir hratt til nýrra miða. Vel- hljóman víkur fvrir harðri og rök- visri raddfærslu. Stefin eru stutt og meitluð eftir skammþættum hljóð- fallslínum. Notkun hljóðfæra i hljómsveitinni er fyllri og ítarlegi'i en áður hafði tiðkazt, og jafnvel mannsröddinni er bætt inn i hina breiðu fylkingu hljóðfæranna i „Sinfonia espansiva“, að fyrirmynd Beelhovens í 9. symfóniunni, og lag- línur hans eru gjörsneyddar allri viðkvæmni og tilefnislausu hugar- róti. Tónlist hans er því frjálsborið afkvæmi harðrar baráttu. Þessi bar- átta styrkti Carl Nielsen i þeirri trú, að umbótastarfið yrði ekki umflú- ið, ef dönsk þjóð ætti að geta tal- izt til þeirra tónmenntaðra þjóða, sem stöðugt fella nýja tima að nýrri hugsun. Hin fvrri heimsshTÖld færði honum sigurlaunin, sem voru mun meiri og æðri þeim, sem deilt var um i Versölum um svipað leyti. Honum hafði loks tekizt að sann- færa danska þjóð um köllunarverk hennar. Svo lengi hafði hann þeytt horn Heimdallar, að tónar þess um siðir bárust þjóðarvitundinni til þess að hoða nýjan dag, sjálf- stæða tónlist á þjóðlegum rótum. Enn einu sinni hafði norræn hugs- un sigrað í blóðlausri haráttu fyrir æðsta verðmæti. Svo sem vér íslendingar endur fyrir löngu sóttum sönglegt vega- nesti vort til Weyse og Berggrens, eins getum vér nú litið til þeirra fulltrúa danskrar tónlistar, sem hæst her. Munurinn á tvennum tím- um er þó auðsær. Fyrrum fluttum vér inn hiria dörisku tónlist óbreytta. Vér létum oss nægja, að orðin væru innlend. Nú vitnum vér í hin spak- legu spásagnarorð Helga Helgason- ar og treystum tónrænan sköpunar- mátt vorn af alefli. Því aðeins er lagið Ijóðinu skylt, að hvorttveggja lúti sama uppruna. „íslenzkt“ söngvasafn er alls ekki réttnefni á bókum þeim, sem Sigfús Einars- son tók saman handa þjóð vorri til söngs og leiks á sínum tima; öllu heldur „islenzkt ljóðasafn með inn- lendum og erlendum lögum“. Mað- ur verður ekki íslendingur af því einu að drekka mysu og horða há- karl. Útlent lag verður aldrei ís- lenzkt með því einu að syngja það undir islenzkum orðum. Hér er kominn tími til að spyrna við fæti. Dauft endurskin af þorrinni stefnu getur ekki til lengdar fullnægt þjóð, sem á sínu sviði hefir sýnt, hvers af henni má vænta, þegar henni á öllum sviðum jafnt er vaxinn fisk- ur um hrvgg. Og því síður finnur hún ánægju í því að taka til upp- fósturs afkvæmi annarra þjóða, sem þegar eru vaxin úr gi-asi i Framh. á bls. 60.

x

Tónlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.