Tónlistin - 01.12.1945, Síða 30

Tónlistin - 01.12.1945, Síða 30
60 TÓNLISTIN Framh. af bls. 54. heimalandi sínu. Að vísu getum vér með tilhlýðilegu sjálfstrausti litið til afreka hina beztu manna ann- arra þjóða og vegið fordæmi þeirra þarlendis, en þar fyrir skyldum vér aldrei gleyma þvi, að oss hjálpar enginn nema vér sjálfir. Yér verð- um að kosta kapps um, að málefni vor séu ekki hrakin af réttri leið. Vakin og sofin skulum vér gæta þess, að stefnan sé skýr. Sporheng- ilsnafnið verður að afmást í ís- lenzkri tónlist, þessu kornabarni is- lenzkrar hugsunar. Svo framt hald- ið er dyggilega til haga jafnvel liinni ófullkomnustu en einlægustu við- leitni, má svo fara, að fyrr en marg- an grunar muni upp rísa hinn blóm- legasti meiður islenzkrar tónlistar. II. Tónlistin á voru landi á sér til- tölulega mjög skamma forsögu, sé miðað við nútímagervi hennar. Fer ])á að vonum, að sporin hafa verið mörg reikul og fálmandi. Og enn þarf að herða róðurinn, ef nást skal land. Yankunnáttan er sífelll rén- andi, þótt enn standi hún stórfelhl- um umbótum alvarlega fyrir ])rif- um. Mál vort höfum vér reynt að samstilla tónlistinni i söng og ræðu, laðað ný heiti að efnum tónlistar og lagt eyra að nýjum tónum og hljómum. Þanþol íslenzks máls er óendanlegt. Þetta hefir tónlistin meðal annars sýnt. Hún hefir skap- að sæg af orðum, sem .áður voru ekki tiltæk. Lengi var orðið „hljóm- kviða“ notað um „symfóníu“. En þá kom „sónatan“ líka til sögunn- ar og gerðist um of djarftæk til þessa nýyrðis. „Symfónían“ var aft- ur orðin umkomulaus á vettvangi tungunnar. Þó kom að því, að hug- kvæmni íslenzkumannsins hætti úr skák með nafngiftinni „hljóm- drápa“. Þó bjó lengi að fyrstu gei'ð, og mönnum hætti við að kalla „symfóníuna“ eftir sem áður hljóm- kviðu. En hér var ekki látið stað- ar numið. Píslarsaga Jesú í tónum var flutt. Margir hlustuðu á hina stórfelldu lýsingu Bachs á ævi lausn- arans, og sumir kváðu háa lofstafi um dýrðlegan fögnuð tónlistarinn- ar. Og þá varð heldur ekki „liljóm- kviðan“ umflúin. Með gildri og sett- legri fvrirsögn trónaði „symfóníu- sónata“ passíuleiksins: „Fögur hljómkviða í frikirkjunni“. — Nokkru siðar héldu svo bjargvætt- ir þjóðarbúskaparins hátíð sína á sjómannadaginn. Var þar mörg skennntun um hönd höfð og söngn- um skammtaður kyrfilegur tími, svo sem vera her. Lítill kór flutti þá lýsingu á hinni ströngu ævi sjósókn- arans í ágætu kvæðisformi eftir eitt af vorum hetri ungskáldum, sem lagsett hafði verið af áhugasömum tónlistarunnanda og raddsett af at- vinnutónlistarmanni. Við þetta tæki- færi var töfraorðið enn dubbað upp og slengt í heilagt hjónaband með „Stjána hláa“: „Hljómkviða“ eftir Sigfús Halldórsson. — Þulurinn í ríkisútvarpinu vatt sér hinsvegar hvallega undan öllum kviðum og drápum, þegar verið var í útvarp- inu að leika á hljómplötum „Haff- ner symfóníu“ Mozarls undir stjórn

x

Tónlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.