Tónlistin - 01.12.1945, Page 34

Tónlistin - 01.12.1945, Page 34
64 rÓNLISTIN Þjéðlögin á Austfjörðum í framhaldi af kynnisferÖinni um Vest- firði fór Hallgrímur Helgason síðastlið- ið sumar um Austfirði til þess að útbreiða þekkingu manna á hinu islenzka þjóðlagi. Efnisskráin var að þessu sinni fjölþættari. Skiptist nú á erindi um j:>jóðlegt sönglif íslendinga, söngflutningur á þjóðlögun- um, skýringar, einleikur á blokkflautu og samspil á fiðlu og orgelharmóníum. Blokkflautan var sýnd sem sérstaklega handhægt og auðlært hljóðfæri, sem með grönnum og fingerðum hljóm flytur að- gengileg lög eftir tveimur áttundum með öllum hálftónum. Helgi Hallgrímsson ann- aðist söngflutning og undirleik. Voru kynningarkvöld haldin á eftirtöldum stöð- um: Höfn í Hornafirði, Nesjakirkju í Hornafirði, Mýrum í Hornafirði, Stafa- fellskirkju í Lóni, Djúpavogskirkju, Ey- dalakirkju, Stöðvarfirði, Búðum í Fá- skrúðsfirði, Búðareyri við Reyðarfjörð, Eskifirði (tvítekið vegna áskorana), Nes- kaupstað í Norðfirði og Seyðisfirði (flutt tvisvar vegna tilmæla). Virtist skilning- ur manna á gildi þjóðlagsins víða opinn, og tóku menn kynningarförinni yfirleitt mjög vel. Sérstaklega ber þó að nefna Hornafjörðinn, sakir sjaldgæfs brenn- andi áhuga og einlægrar velvildar. Var gleðilegt að finna svo ríka eftirtekt og svo óskiptan stuðning við málstað þjóð- arinnar — þjóðlagið, enda hafa Hornfirð- ingar sjálfir lagt mikið af mörkum til hinnar óþrjótandi námu þjóðlagsins með Ingunni Bjarnadóttur i Kyljárholti og Bjarna Bjarnasyni að Brekku í fylkingar- broddi. Ingunn hefir kveðið af munni fram mikið af lögum, sem skipa verður á bekk með þjóðlaginu sökum uppruna og eðlis. Eru lögin athyglisverð, ekki sizt jjegar þess er gætt, að Ingunn hefir alls cassazione (ít.), serenata, aftan- músík, kvöldsöngur. castanuelas (sp.), „kastanéttur“, handsmellur, taktsmellur. catch (e.), grípa; einskonar fúga með skringilegum söngtexta, iðk- uð í Englandi. cauda (lat.), „skott,“ „rófa“; lóðrétl strik, sem sett var neðan og aftan við gömlu, lengstu nótnagildin, m a x i m a og 1 o n g a, sömuleið- is við upphafs- og lokanótu sam- tónunganna (ligatur, þeg.ar marg- ar nótur eru sameinaðar í eitt merki). cavalleto (ít.), ponticello, stóll á strokhljóðfærum. cavata, cavatina, söngatriði með Ijóðlagasniði í óperu. celere, celeramente (ít.), fljótt, hratt; c e 1 e r i t á, leikni í hraðflutningi. celesta, nýtízku hljómsveitarhljóð- færi, málmplötur, sem slegnar eru með snertlum eða nótum, nær frá litla c til tvístrikaðs a. celestina (it.), jeu céleste (fr.) eða v o i x c é 1 e s te, er örlítið titrandi, fíngerð og veiktóna tungu- rödd i orgeli (8 fóta) og harmón- íum (venjulega 2 fóta). cello, stytting úr violoncello, celló. cembalisti, m a e s t r o a I c e m b a- I o, undirleikarinn, sem spilar generalhassann við píanóið. cembalo, stytt úr clavicembalo (sjá síðar). cento, úrelt eftirlögun; gregóríanska lielgisöngvahókin (antiphonarium) nefndist líka c e n t o. cesur, lotuskil, sönghvíld, eðlileg skipting laglínunnar.

x

Tónlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.